Í siðareglum Lögmannafélags Íslands segir eftirfarandi í 1. Kafla:

 Um góða lögmannshætti almennt

  1. gr. Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti.

Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.

  1. gr. Lögmaður skal gæta heiðurs lögmannastéttarinnar, jafnt í lögmannsstörfum sínum sem öðrum athöfnum.

 

Í máli Péturs Gunnlaugssonar gegn Þorbjörgu Lind Finnsdóttur sem aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi fór fram í þann 18. Janúar 2017, flutti Pétur Gunnlaugsson mál sitt sjálfur enda héraðsdómslögmaður. Við fyrstu sýn er kannski lítið við þetta fyrirkomulag Péturs að athuga. Í dómnum er svo sem ekki heldur vikið að þessu atriði.

En þegar mál Péturs er skoðað í víðara samhengi en því sem dómurinn tekur til, þá er ekki hægt annað en að álykta sem svo að Pétur hafi þverbrotið siðareglur um góða lögmannshætti með málatilbúnaði sínum.

Í þinghaldinu var Pétur spurður hvort hann hefði ekki séð ástæðu til að kæra frekar höfund pistilsins “Pétur Gunnlaugsson er Kúkur Mánaðarins”, í stað Þorbjargar Lindar Finnsdóttur sem einungis hafði deilt pistlinum á facebook hjá sér. Sveinn Andri Sveinsson verjandi Þorbjargar Lindar sagði Pétur bara hafa “svarað út í hött”.

  1. gr. Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti.

Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.

  1. gr. Lögmaður skal gæta heiðurs lögmannastéttarinnar, jafnt í lögmannsstörfum sínum sem öðrum athöfnum.

Gætti Pétur Gunnlaugsson að heiðri lögmannastéttarinnar með málsókn sinni gegn Þorbjörgu Lind Finnsdóttur þar sem hann krafðist 4,000,000 kr. Í skaðabætur, vitandi fullvel að Þorbjörg skrifaði ekki pistilinn: “Pétur Gunnlaugsson er Kúkur Mánaðarins” ?

Sjá einnig: Kúkur Mánaðarins fellur frá áfrýjun, málinu lokið

Til að skera úr um hvort Pétur hafi gætt þarna að góðum starfsháttum lögmanna, þá þarf að greina ástæður málshöfðunarinnar. Um þær er ekki fjallað í dómnum enda fellur sú spurning utan málsins sem um var fjallað fyrir Héraðsdómi. Því verður fjallað um þær hér.

Það þarf ekki lögfræðing til að sjá að Pétur Gunnlaugsson Héraðsdómslögmaður flutti þarna mál sem upphaflega hafði verið höfðað í hreinum auðgunartilgangi. Pétur vissi eins og allir aðrir, lögmenn jafnt sem gangandi að hann myndi tapa málinu enda hafði Þorbjörg Lind einfaldlega ekki gert neitt rangt, hún hafði ekki framið neinn glæp. Málið átti því aldrei að fara alla leið inn í dómsal.

Tjáningarfrelsi Þorbjargar er “verndað með 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 11. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. samnefnd lög nr. 62/1994. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar geta takmarkanir á tjáningarfrelsinu meðal annars helgast af nauðsyn þess að vernda mannorð annarra, sbr. einnig 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.”

Engum lifandi manni datt nokkurn tíman í hug að Krafa Péturs yrði tekin gild enda var greininni ætlað að bregðast við framlagi Péturs sjálfs til umræðu um minnihlutahópa sem er afar unmdeild svo ekki sé meira sagt. Takmörkun á tjáningarfrelsi Þorbjargar eða þess er ritaði pistilinn var þess vegan út úr korti. Allir lögfræðingar vissu það, en vissi Pétur það ?

Svarið er já, Pétur Gunnlaugsson Héraðsdómslögmaður vissi fullvel að hann væri með tapað mál í höndunum. Hér er komið að alvöru málsins.

  1. gr. Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti.

Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.

 

“Sem hann veit sannast”

Takið eftir að hér eru lögmönnum hreint út sagt gert að starfa samkvæmt sinni bestu vitund.

En fyrst við gefum okkur að Pétur hafi fyllilega vitað að hann væri með tapað mál í höndunum, af hverju vildi hann þá halda áfram með málið ?

Bjóst Pétur við að hann myndi fara alla leið fyrir dómstóla með málið, svarið er nei. Pétur ætlaði aldrei fyrir Héraðsdóm með málið. Að sjálfsögðu var gefin út stefna en tilgangurinn með henni var allt annar en að ætla sér með málið inn í dómsal.

Pétur Gunnlaugsson vissi að Þorbjörg var saklaus, hann vissi að hún hefði ekki brotið nein lög, en hann gerði sér vonir um að hún myndi greiða honum fjármuni fyrir að falla frá málshöfðun.

Sveinn Andri Sveinsson verjandi Þorbjargar sagði Þorbjörgu hvað eftir annað að Pétur myndi tapa málinu. Pétur myndi sjálfur þurfa að taka á sig allan málskostnað. Þetta gekk að sjálfsögðu eftir og kom engum á óvart, ekki Pétri heldur.

En Pétur hafði að sjálfsögðu vonast eftir að Þorbjörg myndi bugast og borga sér fyrir að hætta við.

Hvað kallast þetta ?

Jú, þetta kallast Fjárkúgun.

Sýknudómur og umfjöllun í samfélaginu

 

Nú upphófst náttúrulega hreinn sirkus í fjölmiðlum, á samskiptavefjum og í spjallkerfum fjölmiðlanna. Það duldist engum hvað hefði vakað fyrir Héraðsdómslögmanninum, það var að kúga fé út úr fullorðinni konu á Seltjarnarnesi. Almenningur fylltist viðbjóði að sjálfsögðu. Að þessi maður sem dagsdaglega predíkaði óheft tjáningarfrelsi á sinni útvarpsstöð, hefði þarna ákveðið að fjárkúga Þorbjörgu Lind og það með þeim hætti að krefjast þess fyrir dómi að hún skyldi greiða honum skaðabætur fyrir að segja skoðun sína á honum sjálfum, með því einfaldlega að deila grein um hann á facebook hjá sér.

 

Pétur áfrýjar

 

En af hverju ákveður þá Héraðsdómslögmaðurinn að áfrýja máli til Hæstaréttar sem var tapað, allir vissu að væri óvinnandi og það sem mestu máli skiptir þá vissi Pétur Gunnlaugsson sjálfur að málið væri jafn óvinnandi fyrir Hæstarétti, ekki nóg með það heldur yrði fordæmisgildi málsins algjört og málið þar með ódauðlegt með Hæstaréttardómi.

Af hverju vildi Pétur samt áfrýja ?

Það stóð svo sem heldur ekki til í þetta skiptið að málið færi alla leið fyrir Hæstarétt. Pétur lét málið renna út á tíma með því að þingfesta ekki áfrýjunarstefnuna sem gefin var út á sínum tíma af Hæstarétti og hafði samkvæmt lögum frest til 12.7.17 til að gefa út nýja áfrýjunarstefnu. Það gerði Pétur Gunnlaugsson hins vegar ekki, ætlaði aldrei að gera það.

Í þetta skiptið var ástæða þess að Héraðsdómslögmaðurinn ætlaði aldrei með málið fyrir rétt sú að honum leist ekki á orðræðuna í samfélaginu í sinn garð, hann ákvað að lægja öldurnar með því að tjá fjölmiðlum að hann myndi áfrýja. En áfrýjunin rétt eins og málshöfðunin fyrir Héraðsdómi var plat.

Í fyrra skiptið var á ferðinni fjárkúgun, í seinna skiptið PR stunt.

En að sjálfsögðu er málinu nú lokið, Þorbjörg Lind Finnsdóttir þarf ekki að óttast frekari tilraunir til fjárkúganna Péturs Gunnlaugssonar í sinn garð enda hefur hann nú sýnt af sér visst pattern sem er að hræða saklaust fólk til hlýðni og virðingar við sig.

  1. gr. Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti.

Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.

  1. gr. Lögmaður skal gæta heiðurs lögmannastéttarinnar, jafnt í lögmannsstörfum sínum sem öðrum athöfnum.

Mun Lögmannafélag Íslands hafa einhver afskipti af Pétri fyrir þetta mál ?

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Málshöfðun Péturs Gunnlaugssonar einungis í auðgunartilgangi.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.