Tæplega 90% landsmanna vilja taka við flóttamönnum frá Sýrlandi samkvæmt könnun MMR. Í niðurstöðum má einnig greina að aðspurðir hallast frekar í átt til talsverðs fjölda frekar en hitt.

Á sama tíma er gerð könnun meðal hlustenda Útvarps Sögu þar sem kemur fram að meirihluti þeirra vill alls enga flóttamenn, hvorki frá Sýrlandi né annars staðar frá.

Þá var athyglisvert að heyra viðtal við Sverri Agnarsson formann Félags Múslima á Sögu. En þegar Sverrir svaraði öðruvísi en þáttastjórnanda líkaði, þá þaggaði þáttastjórnandinn aftur og aftur niður í Sverri með orðunum “ég er þáttastjórnandi hér og þetta kemur málinu ekki við”.

Það sem var áberandi í máli þáttastjórnanda var hrein og klár fáfræði um Múslima og hreinir fordómar. Meira að segja ég sem veit ekki mikið um trúarbrögð, veit t.d. að umskurður kvenna er ekki vandamál Múslima heldur er þetta vandamál í Afríku jafnt meðal kristinna og Múslima og kemur trúarbrögðum ekki við. En þetta mátti Sverrir ekki benda á og var hann stöðvaður í hvert skipti.

Stöðin segist vera með 20% hlustun samkvæmt könnun MMR í September, en í þeim mánuði skapaðist hatröm umræða í garð stöðvarinnar þar sem álitsgjafar lýstu viðbjóði á stöðinni. Þáttakendur í skoðannakönnunum ÚS sem venjulega hafa verið vel undir 100, urðu í September allt í einu yfir 5.000. Þetta bendir til að þessi 20% sem ég hef reyndar ekki gengið úr skugga um að standist endilega, séu einungis skot. So Enjoy your 15 min. baby.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

15 mínútur Útvarps Sögu

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.