Panama-skjölin sýna því einungis að tal manna í Sjálfstæðis og Framsóknarflokki um endurnýjun er einungis orðin tóm

 

punktur 1Atburðarás dagsins í dag er lítið minna en leiðinleg. Það er ekki skemmtilegt að virða fyrir sér stórfurðulega hegðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Það er óþarfi að rekja þann ófögnuð í löngu máli hér enda hefur þetta komið fram á fréttamiðlum og fer líklegast ekki fram hjá neinum. En það velgir manni óþægilega að Sigmundur Davíð skuli svo gott sem hafa valið eftirmann sinn svona Cuban style.

En Bjarni var formaður allsherjarnefndar alþingis á þeim tíma er hann átti í viðskiptum gegn um aflandsfélag, hann er í dag fjármálaráðherra landsins og ég verð að taka undir með Árna Páli Árnasyni formanni Samfylkingarinnar að þetta sé ekki gjaldgengt í forystu landsins. Áður en að Panama-skjölin komu fram og upplýsingarnar lágu ekki fyrir þá horfði staða Bjarna Benediktssonar öðruvísi við. En hér er ekki fjallað um Bjarna, heldur Ísland.

Það er ljóst að héðan í frá verður án efa ríkari krafa uppi um hreinan skjöld kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og á alþingi. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sýndi gott fordæmi í dag er hann sagði af sér, án nokkurra refja. Þetta hefur ekki oft gerst í Íslenskri stjórnmálasögu. Stjórnmálasaga Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er hlaðin spillingu og því miður þá staðfesta Panama-skjölin einungis að lítil breyting hefur orðið þar á. Einkavæðing bankanna, innleiðing gjafakvótakerfisins og afnám eftirlits og hafta í íslensku fjármála og viðskiptalífi, allt reyndust þetta vera kerfislægar breytingar sem hafa gert mönnum sem starfa með og innan þessara flokka kleift að auðgast eftir óeðlilegum leiðum enda stóð aldrei annað til. Panama-skjölin sýna því einungis að tal manna í Sjálfstæðis of Framsóknarflokki um endurnýjun er einungis orðin tóm.

punktur 2Sigurður Ingi Johannsson er alls ekki lausnin sem 20,000+ mótmælendur kröfðust á Austurvelli í gær. Ekki heldur Bjarni Benediktsson. Ég vil raunar taka undir með Katrínu Jakobsdóttur þar sem að hún segir að við erum alveg fær um að klára öll okkar mál sjálf. Það mun ekkert allt falla um sjálft sig við það að þessi ríkisstjórn fari frá.

Í raun og veru þá hefur ekki allt verið með jafn miklum ágætum hjá þessari ríkisstjórn og meðlimir hennar vilja sjálfir meina. Við skulum ekki gleyma Hönnu Birnu sem einnig hraktist úr embætti Innanríkisráðherra á þessu kjörtímabili, vegna spillingarmáls. Hún sagði ósatt, hún sýndi af sér vítaverða valdníðslu og hún skaðaði saklaust fólk með því að setja sinn eigin pólitíska frama í fyrsta sæti, fram yfir velferð viðfangsefna sinna.

Einnig þá, rétt eins og núna var engin hörgull á samsæriskenningum og persónuárásum í garð þeirra sem vöktu máls á málefnum hælisleitandans Tony Omos og hans fjölskyldu. Spillingarmálin hrannast því bara upp hjá stjórnarflokkunum báðum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hefur nú verið send í frí, mögulega endanlega vegna upplýsinga í Panama-skjölunum.

Til að bæta síðan gráu ofan á svart þá einkennist stefna þessarar ríkisstjórnar af harkalegri stefnu í málefnum innflytjenda og flóttamanna. Rétttrúnaðarhyggja og öfgaþjóðernishyggja í bland við vondan rekstur á heibrigðiskerfinu. Vond framkoma við eldri borgara og svo mætti lengi telja. Alið er á fordómum í garð múslima sérstaklega með dyggum bakstuðningi Útvarps Sögu, en stöðin á yfir höfði sér ýmsar málshöfðannir.

Sigurður Ingi Jóhannsson er dyggur verjandi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Panama málinu. Raunar svo öflugur að hann er á sömu skoðun og Sigmundur Davíð sjálfur. Hver getur verið lausnin í því að hann taki við stjórnartaumum landsins ?

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Raul Ingi Jóhannsson

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.