Fram hefur komið að bút vanti í upptöku eftirlitsmyndavélar sem náði alvarlegri líkamsárás lögreglu á upptöku…einmitt þann tíma sem þeir voru ‘að störfum’.

Atvikið átti sér stað þann 5. við Hamborgarabúlluna í Kópavogi er lögregla mætti á staðin að handtaka ölvaðan mann. Tveir lögreglumenn hafa verið kærðir fyrir ofbeldi við handtökuna.

Vitni voru þó að þessum ósköpum öllum, og eru lýsingar þeirra á framgöngu hinna tilteknu lögregluþjóna óhuggulegar. Ofbeldismenn innan lögreglu hafa lengi verið vandamál, og það hefur leitt af sér undarlega lensku hjá yfirmönnum embættanna gegnum tíðina.

Ekki hefur þótt ástæða til að gera hreint fyrir dyrum lögreglu, ekki hefur þótt vert að tryggja að almenningur geti, í blindni, treyst lögreglu, og ekkert hefur verið gert til að verja heiður og virðingu lögregluþjóna, sem þurft hafa að taka á sig slyðruorðið, fyrir hönd spilltra og ofbeldisfullra félaga sinna.

Þöggun og samtrygging hafa verið einkenni allrar framgöngu lögreglu, brjóti lögregluþjónar af sér í starfi, enda ekkert eftirlit og aðhald með þeim annað en það sem við, borgararnir veitum. Pólitískt skipuð yfirstjórn er alltaf með tvo herra, lög og reglur og svo pólitíska hagsmuni ráðherra og embættismanna. Það er ekki boðlegt.

Afleiðingin er sú, að svona hlutir gerast, og þetta er ekkert einsdæmi, það hafa alltof margir komið slasaðir og dauðir úr höndum lögreglu, og aldrei nokkur skapaður hlutur gerður í því…nema það náist á myndband. Nú bar svo við að vitni segja lögregluþjóninn sem meira hafði sig í frammi, hafa brjálast vegna þess að viðkomandi var ekki íslenskur, og tungumálaerfileikarnir hafi verið meira en sá þoldi, og því hafi ofbeldi verið svarið.

Það hefur einnig komið fram að hinir brotlegu menn, pólskir að uppruna, hafi ekki veist að lögreglunni á nokkurn hátt, heldur aðeins verið að streitast á móti handtökunni/ofbeldinu .

Fyrir þetta þarf lögreglan að svara sérstaklega þykir mér.Það er ólíðandi að xenofóbískir og illa stilltir ofbeldisseggir fái að starfa í lögreglunni, og það er ólíðandi að embættið (sem hefur farið undan í flæmingi og með venjulegu bulli Snorra Magnússonar og Jóns H.B Snorrasonar), taki ekki skýra og afgerandi afstöðu, og bregðist aðeins við þessu með sínum venjulega hætti.

Kerfislæg þjóðremba og rasismi eru ekki boðleg fyrirbæri.

Við búum í fjölmenningarsamfélagi, ekki allir tala málið og hafa aðra siði og menningu í pokahorninu.
Það breytir í engu þeim meginreglum, eins og þeirri að allir skuli jafnir fyrir lögum, og að lögreglan fær vald sitt að láni hjá okkur, með skilyrðum.

Ef lögreglan er með háttalagi sínu, síðan þessi alvarlega líkamsárás átti sér stað, að reyna að telja okkur trú um að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað þarna, þá er rétt að hafa hátt og það hressilega. Þau skilaboð, að boðlegt sé að beita útlendinga ofbeldi, því íslendingar skilja ekki hvað þeir segja, eru hættuleg, hér krauma ofbeldis- og ofstækisöfl í samfélaginu, sem aðeins bíða eftir slíku *leyfi*til að fara sjálfir af stað.

Og lengra frá hlutverki sínu en að gefa ofbeldisöflum í samfélaginu grænt ljós, kemst lögreglan ekki.

Latest posts by Haraldur Davíðsson (see all)

Á Lögreglan að njóta trausts ?

| Haraldur Davíðsson |
About The Author
-