The Violence of truth

Ætlunarverk mitt var að sýna Gústaf Níelsson í sínu rétta ljósi, sem mann sem virðist ófær um að klára eina einustu setningu án þess að fara út af sporinu. Það gekk fyllilega upp, Gústaf reyndist ófær um að setja fram svo til eina einustu staðhæfingu sem ekki var afkvæmi hans eigin ímyndunar og í hvert skipti sem ég stöðvaði hann og krafði hann skýringa á orðum hans, þá kvartaði hann undan dónaskap mínum og ruddaskap.

Gústaf vildi meina að hér á landi væru vandamál meðal Múslima. Þegar ég krafði hann um skýringar á þessu með talsverðum látum, þá breyttust þessi “vandamál” allt í einu í vandamál sem eiga eftir að gerast.

Ég tjáði honum að við einfaldlega ræðum ekki um mál sem ekki hafa komið upp, hann virtist í meira lagi ósáttur við þá staðhæfingu mína, að við ræddum ekki málin út frá ímynduðum málum sem ekki hefðu komið upp.

Það er upplifun að eiga samtal í 40 mínútur við mann sem virðist byggja málflutning sinn svo til alfarið á fáfræði sinni, eiginlega er fyrirbærið stórmerkilegt.

Ég sé á spjallsíðum þeim þar sem rasistagerið heldur sig, að ég er nú ekki lengur hluti af “góða fólkinu”, orðatiltæki sem þjóðernissinnar beita á svo til alla þá sem ekki samþykkja þeirra málflutning. Nei nú er ég álitin hrokafullur, dóni, ruddalegur, ofbeldisfullur.

Eh, ég geri mér grein fyrir því að ég átti að umgangast Gústaf eins og sjúkling á deild 13. og láta bullið sem vind um eyru þjóta, ég átti að horfa fram hjá vanköntum í hans málflutningi á þeim grunni að eitthvað væri að honum, líklegast væri skortur hans á raunsæi til komið af veikindum. En vandamálið við þessa nálgun er þó eftirfarandi:

Þegar að einhver, maður eða kona, leggur sig fram af miklu harðfylgi við að vinna minnihlutahópi skaða með fölskum málflutningi sem gæti allt eins verið ættaður frá Sun Myung Moon eða L. Ron Hubbard, þá er viss hætta á ferðum. Þetta þýðir að höggva ber niður slíkan málflutning. Ekki manninn enda þótt mörgum finnist það kannski ótrúlegt þá þykir mér Gústaf á margan hátt skemmtileg týpa. En árrátta hans sem lýsir sér í þörf hans til að bera fyrir sig staðreyndavillum í sífellu, skálda upp upplýsingar á punktinum og eftir þörfum, gerir þó að verkum að ekki er hægt að taka manninn alvarlega.

Það eru fleiri persónur í þessu samfélagi sem hegða sér með svipuðum hætti og Gústaf og slengja fram staðreyndavillum í sífellu sem þau hafa jafnan lesið á öfgafullum áróðursveitum eða einfaldlega skáldað sjálfar upp. Þessi tegund rógburðar á opinberum vettvangi, í útvarpi og í viðtölum eða greinum, heyrir ekki undir lögvarið tjáningarfrelsi og það kallar á talsverðan skort á upplýsingu að túlka tjáningarfrelsið með þeim hætti.

Eitt af því sem Gústafi féll verst í þættinum var sú staðhæfing mín að málflutningur hans væri að skaða börn Múslima og unglinga í grunnskólum landsins. Hann sagði þetta vera dónaskap, ég ætti að skammast mín.

En þessi staðhæfing mín er einfaldlega byggð á athugunum sem ég gerði á þessu máli við grunnskóla í Breiðholti þar sem ég starfaði sem spænsku og tónlistarkennari samhliða störfum mínum við 3 aðrar skólastofnannir hér í Reykjavík.

Engar umræður áttu sér stað sem ekki voru að frumkvæði krakkanna. Við ræddum rasisma í 2 samliggjandi tímum í 10. bekk. Margt athyglisvert kom þar fram enda eru nemendur í til teknum skóla að tala yfir 80 tungumál. Það sem að stakk þó mest voru frásagnir þriggja múslima í bekknum. Einnig átti ég ítrekað samtöl við fleiri Múslimakrakka sem endurtekið lentu í útistöðum vegna síns þjóðernis/trúar. Á göngunum og á lóðinni sem og eftir skóla.

Í tilfelli drengja var um andlegt áreiti og ofbeldi að ræða og STANSLAUSAN ÁRÓÐUR Í STÍL VIÐ UPPHRÓPANNIR Á ÚTVARPI SÖGU SEM EINNIG ERU UPPHRÓPANNIR GÚSTAFS NÍELSSONAR. Áreiti sem þetta er meira í tilfelli Múslimakrakka en annarra krakka.

Nemendasýningar í eldri bekkjum eru löðrandi í hugmyndum þeirra um hryðjuverkaógnina, ISIS, Boko Harum og Al-Qaeda og eru þá heilu stofurnar undirlagaðr af ýmsu því sem þau vilja segja um hryðjuverk.

Unglingar eru barðir á leið sinni heim úr skóla fyrir það eitt að vera Múslimar og þau eiga það til að hefna sín. Þau ræða sjálf um umfjallanir í fjölmiðlum og þarf ekkert að benda þeim á þær umfjallanir eða vekja athygli þeirra á þeim umfjöllunum. Þessir krakkar verða fyrir fordómum alla daga, allan ársins hring. Þau alast upp í samfélagi sem segir þeim að þau séu slæm, að þeim sé ekki treystandi, að þau séu fólk sem getur bara tekið upp á hverju sem er, þau séu varasöm. Þau einangrast frá umhverfi sínu og þau upplifa sig utangarðs. Í tilfelli stúlkna bætist síðan við þetta sama áreiti og ofbeldi, frekara kynferðislegt áreiti og ofbeldi.

Ég hef starfað við kennslu í 20 ár, ég er stofnandi og fyrrverandi deildarstjóri við vinsælasta tónlistarháskóla Suður Ameríku. Ég hef kennt börnum tónlist allar götur frá árinu 1999 er ég hóf störf við Tónmenntaskólann í Reykjavík (áður Barnamúsikskólann). Ég hef kennt án efa á annað þúsund manns í einkatímum og hóptímum. Af hverju er ég að telja þetta upp en einu sinni ?

Jú vegna þess að ég þekki ágætlega til ungmenna og ég veit hvenær ekki er allt með felldu. Arnþrúður Karlsdóttir andlegur tvíburi Gústafs Níelssonar, vill eins og Gústaf kalla það að ég skýri frá þessari niðurstöðu minni, dónaskap eða ruddaskap.

Ég kalla framgöngu mína: “ásættanlegt ofbeldi

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Á skítugum skónum – ásættanlegt ofbeldi

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.