“Hvorki náðist í Kristínu Þorsteinsdóttur aðalritstjóra 365, Sigurjón M. Egilsson fréttaritstjóra Fréttablaðsins, Mikael Torfason fyrrverandi aðalritstjóra 365 né Harald Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins.”

 

Þessi setning birtist fyrir neðan grein eftir blaðamanninn, Atla Thor Fanndal.

Það þarf svo sem engan að undra að engin þessara ritstjóra hafi viljað láta ná af sér tali í tengslum við þessa grein Atla Thors, enda hefðu spurningar Atla Thors gengið nærri þeim.

Bæði Morgunblaðið og 365 miðlar, létu sig hafa það að setja ekki einungis fram fréttir af gangi lekamálsins, heldur leituðust þessir miðlar við að greina framgang málsins ofan í lesendur sína. Spurningum var velt upp varðandi hver meintur uppljóstari væri, ég segi meintur, því Gísli Freyr gat í raun ekki talist uppljóstrari þar sem hann hafði átt við minnisblaðið. Þar með var hann orðinn höfundur.

En allan tímann, flytja 365 miðlar og Morgunblaðið fréttir af rannsókn ríkissaksóknara á því hver hafi lekið, vitandi sannleikann í málinu. Nú skulum við horfa fram hjá þessu máli eins og það horfir við dómsstólum. En velta fyrir okkur hvar trúnaður við lesendur var látin víkja fyrir trúnaði við (rithöfundinn) Gísla Frey.

Í inngangi að grein Atla Thors segir:

“Játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að hann hafi lekið og breytt gögnum um hælisleitandan Tony Omos setur fréttaflutning Morgunblaðsins og 365 miðla af málinu í nýtt ljós. Mánuðum saman hafa miðlarnir birt fréttir af yfirlýsingum ráðherra og Gísla Freys sjálfum án athugasemda – meðvitaðir um að fullyrðingarnar sem þar voru settar fram væru rangar.”

Ólafur Stephensen fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins lætur ná tali af sér og játar við Atla Thor, að trúnaður við lesendur hafi í raun verið brotin:

“„Ég held að ég kjósi að tjá mig sem minnst um þetta mál út af heimildaverndinni.“ sagði Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins þegar Reykjavík vikublað ræddi við hann um málið. – Hann hefur nú játað? „Já það breytir bara eiginlega engu. Ég held að það væri voðalega hæpið að blaðra um heimildamenn aftur í tímann, jafnvel þótt þeir hafi gefið sig fram.“
– Getur þú ekki samt sem áður gefið gæðastimpil á þín störf sem ritstjóra? „Almennt talað í þessu máli þá held ég að við höfum yfirleitt bara sagt frá því sem fólk var að gefa út í málum. Rétt eins og aðrir fjölmiðlar.“
– Er það nóg, stenst það kröfur um góða blaðamennsku og trúnað við lesendur? „Já, ég lít svo á að það sé þannig. Ef það væri ekki þannig þá gæti heimildamaðurinn ekki treyst því að njóta verndar.“

– Spurningin er raunar hvort það sé eðlilegt að setja fram fullyrðingar sem ritstjórnin veit að er röng og hvort það þýði ekki að ritstjórnin taki þátt í að blekkja lesendur? „Ég er hræddur um að í praktíkinni væri erfitt að koma því fyrir án þess að – ef við ræðum þetta bara hípótetískt – í praktínni er erfitt að koma því fyrir án þess að brjóta trúnaðinn.“
– Og var það svolítið staðan sem þið voruð í? „Ég er dálítið hræddur um það.“”

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Að bregðast trausti lesenda

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.