Sáralítill hluti fólks leggst svo lágt í lífinu að fremja hryðjuverk. Um er að ræða afskaplega blandaðan hóp fólks en rasistar og lýðskrumarar snúa staðreyndum á hvolf og reyna að telja auðtrúa einstaklingum trú um að hryðjuverkin komi nær eingöngu frá einum hópi manna.

 

Ef tölur um hryðjuverk í Evrópu eru skoðaðar kemur í ljós að innan við 2% allra hryðjuverka í álfunni eru framin í nafni íslam. Þeir sem fremja hryðjuverk í nafni trúar eru fyrirlitlegir einstaklingar eins og allir hryðjuverkamenn eru.

 

Því miður hafa þær lygar um að múslimar fremji nær öll hryðjuverk leitt til þess að hatur á múslimum hefur náð miklum hæðum í Evrópu. Að mörgu leyti þeim sömu og hatur gegn gyðingum var fyrir tíma skipulagðra ofsókna á hendur þeim.

 

Hatursglæpir aukast mjög í kjölfar hryðjuverka enda er komið samansem merki hjá mörgum á milli múslima og hryðjuverkamanna. Sem dæmi eru nú á hverjum klukkutíma framdir sjö hatursglæpir í Englandi og Wales. Í einfeldni sinni halda rasistarnir að þeir séu að mótmæla hryðjuverkum með að ráðast á einstaklinga sem þeir eru sannfærðir um að tengist þeim með einhverjum hætti.

 

Hugsunarhátturinn að tengja heilan hóp manna við hryðjuverkastarfsemi er jafn slæmur og hugsunarhátturinn á bakvið hryðjuverkin sjálf. Í báðum tilvikum að níðast á jafnmörgum saklausum og hægt er.

 

Nýlega réðst nakinn maður inn í mosku múslima og lét rasismann dynja á þeim sem hana sóttu. Svona maður er engu betri en hryðjuverkamaður þó hann telji sig vera það.

Að Hengja Saklausa Fyrir Hryðjuverkamenn

| Gunnar Hjartarson |
About The Author
-