En á meðan slíkir menn fá að básúna heimskulegt ofsóknaræði sitt og fá einhverja áheyrn þótt takmörkuð sé, þá eru það múslimabörn í grunnskólum landsins sem eiga marga erfiða og langa daga, innan um fólk sem er orðið truflað og gegnsýrt af mannfjandsamlegum áróðri þessara manna. Slíkt niðrandi og fjandsamlegt tal má heyra í strætó, í sundlauginni, á vinnustöðum og já, í grunnskólunum.

Þar eru m.a. börn að hafa eftir hatursfull viðhorf foreldra sinna.

islamophobia-1Það er ljóst að samskipti kynjanna eru stórbrengluð. Í sumum löndum og á vissum svæðum eru þessi samskipti brenglaðri en annars staðar. Káf og annað kynferðislegt áreiti/ofbeldi, þ.m.t. á konum í margmenni eða mannþvögum á við það sem rætt hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga, á engin sérstök tengsl við trúarskoðanir, þetta háttalag er stórvandamál í mörgum löndum þar sem eru ráðandi alls kyns trúarbrögð.

Í Mexíkóborg er þetta ferlegt. Þar er alvanalegt að skipt sé í karla og kvennavagna í neðanjarðarlestum, annað bara gengur ekki. Þegar þú kemur niður að brautarpallinum þá er þér vísað til hægri og konum til vinstri.

En það er svo sem við því að búast að múslimafóbískir menn vilji endilega tengja ofstopa í garð kvenna við múslima, rétt eins og umskurð kvenna þótt upplýstara fólk viti fullvel að ofstopi í garð kvenna fyrirfinnst úti um víða veröld og umskurður kvenna er stundaður í meiri mæli meðal kristinna manna en múslima. Ofstopi í garð kvenna hér á landi er margfalt meiri og meira áberandi í dag en fyrir 30 árum, þetta er umhugsunarefni. Íslendingar eru einnig mjög iðnir við að nauðga konum, hverju sætir það ?

Er ekki komin tími til að við sjálf horfum í eigin barm og spyrjum okkur vissra grundvallarspurninga, af hverju eru samskipti kynjanna jafn brengluð og raun ber vitni, þrátt fyrir jafnréttisþróun. Suðurameríka er að stærstum hluta kaþólsk en þar er ofbeldi og kvenfyrirlitning massíft vandamál sem er samofið allri þjóðfélagsgerð þessara landa. Ofbeldi í garð kvenna í Ameríku er ekkert minna mál en ofbeldi í garð kvenna í Miðausturlöndum eða í Vestur Afríku.

CCIF-Stop-Islamophobia

Þeir sem vilja sjá orsakir fyrir þessu í trúarbrögðum, eru einfaldir menn svo ekki sé meira sagt. Meðan að mannskepnan leitar ekki lengra eftir svörum en henni hentar hverju sinni, þá mun ekkert breytast. Valdimar Jóhannesson á Útvarpi Sögu eða Páll Vilhjálmsson og Halldór Jónsson á Moggablogginu, þessir menn horfa ekki lengra en þeim hentar til að fóðra múslmafóbíu sína. En á meðan slíkir menn fá að básúna heimskulegt ofsóknaræði sitt og fá einhverja áheyrn þótt takmörkuð sé, þá eru það múslimabörn í grunnkólum landsins sem eiga marga erfiða og langa daga, innan um fólk sem er orðið truflað og gegnsýrt af mannfjandsamlegum áróðri þessara manna. Slíkt niðrandi og fjandsamlegt tal má heyra í strætó, í sundlauginni, á vinnustöðum og já, í grunnskólunum. Þar eru börn að hafa eftir m.a. hatursfull Islamophobísk viðhorf foreldra sinna.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Að káfa á ókunnugu fólki

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.