Lesendur góðir,

Nú er leið minni lokið á Sandkassanum. Haustið 2013 skrifaði ég 1. pistilinn á Sandkassann “Óviðeigandi starfshættir innanríkisráðherra” í tengslum við Lekamálið sem var fyrirferðarmikið þann tíma sem ég ritaði pistla á DV. Á þessum 4 árum hef ég ritað gríðarlegt magn greina og pistla, að stærstum hluta um innflytjendamál, ný-rasisma. Þá hef ég ausið forinni yfir hin og þessi fínu stertimenni landsins, við misjafnar undirtektir.

Fólk hefur fylgst með í forundran margt hvert, sumir yfir sig hneykslaðir, aðrir öskureiðir. Til eru jafnvel þeir sem álíta mig nú orðið vera sjálfan meistarann á neðra dekkinu. En í öllu falli þá hefur mér tekist ætlunarverk mitt, að vekja athygli á skoðunum fólks og neyða það til að standa undir þeim skoðunum. Fyrir um það bil ári síðan fór að myndast viss hópur í kring um Sandkassann af fólki sem hefur síðan ekkert gefið eftir í þessari barráttu. Þetta fólk hefur staðið við bakið á mér og barist með kjafti og klóm gegn aðilum sem reynt hafa í fúlustu alvöru að gera atlögu að þeim sem hér situr og ritar þessi orð.

Ef ekki hefði komið til stuðningur þessa fólks þá hefði ég líklega lokað blaðinu fyrr á árinu. Þetta eru vinir sem ég hef eignast á facebook og erum við bræður og systur í þessari barráttu. Ég hef verið spurður í útvarpi hvort ég sjái barráttuna harðna svo að einn daginn verði gripið til vopna. Svar mitt er: Við munum aldrei þagna og við munum standa vörð um gildi þessa samfélags sem eru að sjálfsögðu gildi fjölmenningar.

Nú skil ég Sandkassann eftir í höndum þessa frábæra fólks og seinna í dag þegar ég hef búið um lausa enda mun ég eyða admin aðgangi mínum að vefnum. Þið lesendur eigið öll þakkir mínar fyrir lesturinn, vefurinn hefur oft á tíðum verið mest lesni vefur landsins og þannig staðið sambærilegum miðlum fyllilega jafnfætis. Umfjallanir okkar hafa valdið miklum usla og á köflum hefur ringt yfir mann hótunum um lögsóknir, nú síðast í morgunn fékk ég bréf frá Persónuvernd vegna óánægðs viðfangsefnis/lesanda.

En verki mínu er nú lokið, lifið heil

Gunnar Waage ritstjóri Sandkassans

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Að lokum

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.