9852930-zero-tolerance-stampAf hverju kæra Samtökin 78 Útvarp Sögu, af hverju er ég að undirbúa málarekstur á hendur Sögu, eða Sema Erla að hugleiða málarekstur vegna hatursummæla í Vestmannaeyjum ?

Svarið er einfalt. Hér eru á ferðinni glæpir sem að lögreglu ber að verja borgarana gegn. Nú þarf að virkja löggæslu á sviði hatursglæpa og er þess vegna afar mikilvægt að ekki sé verið að sýna hatursglæpum hina minnstu þolinmæði. Sandkassinn tekið upp Zero Tolerance stefnu í málum sem samkvæmt lögum er glæpsamleg, ummæli eða annað athæfi sem að lögreglan ætti ef embættið stæði sig í sínu löggæsluhlutverki að vernda almenna borgara fyrir. Það er raunar komið nokkuð síðan að þessi stefna var tekin hér upp en hér er hún skilgreind fyrir lesendum.

Það er mikilvægt að falli harðir dómar í þessum málaflokki. 200,000 kr. sekt sem dæmi fyrir að ljúga því að flóttamenn á Kjalanesi hafi nauðgað barni, er óásættanleg. Í raun má leiða að því rökum að eðlilegt sé að sá sem að ber slíkan verknað á saklaust fólk, sé látin sæta sömu refsingu og ef hann/hún hefði sjálfur/sjálf framið glæpinn.

Í mínu tilfelli er það er ekki vegna þess að ég hafi eitthvað persónulega á móti eiganda Útvarps Sögu, satt best að segja er viðkomandi fjarri mínum hugsunum enda óáhugaverð persóna í meira lagi og ekki til neinna stórræða, stuðar mig ekki á nokkurn hátt enda þarf talsvert meiri viðbúnað til þess. Nei markmið mitt með málarekstri á hendur Arnþrúði og Pétri er einfaldlega að stöðva þá starfssemi sem hún á og rekur. Ef persónan ætti sjoppu eða hannyrðavöruverslun þá kæmi mér hún ekkert við. Ég sé einungis ástæðu til að stöðva hennar starfssemi, að hún verði svipt útvarpsleyfi, hent út úr blaðamannfélaginu og dæmd til refsingar fyrir hatursglæpi.

Ef ég væri stanslaust með hugann við viðfangsefni mín eða tengdi mig persónulega við málin, þá væri ég löngu hættur skrifum. Lesendahópur Sandkassans er margfalt stærri en hlustendahópur Útvarps Sögu og hvað þýðir það ? Það þýðir að Sandkassanum stendur engin ógn af Sögu. Af hverju ætti maður að vera með veruleikafirrt fólk á heilanum sem engin tekur mark á og hefur fyrir löngu síðan gert sig að grínistum í allri opinberri umræðu ?

 Stöðin er visst tímabundið heibrigðisvandamál en ekki ólæknandi. Pestir koma og fara.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Að stöðva ofbeldi fyrir dómi – Zero tolerance

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.