Moska-Guðni

Framsóknarmenn verða mjög ánægðir með Jónas ef hann heldur upp teknum hætti

Fjölmenningarfælan fyrirfinnst víða, Vigdís Finnbogadóttir hélt ég að myndi tala um fjölmenninguna í ræðu sinni á Kvennafrídaginn, en hún talaði einungis um hálendið og verndun Íslenskrar tungu. Jónas Kristjánsson ritar nú hvern pistilinn á fætur öðrum gegn fjölmenningunni og kemur mér á óvart þessi glöggi maður. Hélt ekki að hann væri svo mikill sveitamaður að hræðast góða gesti frá öðrum löndum.

Sú speki að innflytjendur eigi að taka upp Íslenska ósiði en skilja sína siði og menningu eftir í Keflavík, sú speki er vond og vitlaus.

Jónas vill meina að sérstaklega eigi þetta við um flóttamenn:

“Séu þeir að flýja aðstæður í heimahögum, geta þeir ekki ætlast til að fá að búa hér til þær sömu aðstæður.”

En Jónas eins og svo margir aðrir virðist ekki skilja, að rétt eins og við þurfum að þróast með tímanum, læra nýja tækni og afla okkur nýrrar þekkingar, þá erum við ekki ein í heiminum. Innfæddir, þeir sem eru hér ábúandi fyrir, þurfa að læra að lifa með þróun og rækta með sér gestrisni ef þeir vilja teljast til siðmenntaðra manna. Íslendingar þurfa að læra að takast á við umhverfi sitt sem verður með hverjum deginum minna einsleitt, meira fjölbreytt.

Helstu vandamál innflytjenda eru vanalega fólkið sem býr fyrir í landinu sem það flytur til. Þar mætir innflytjendum illskýranleg viðhorf og dómharka, þekkingarleysi og andúð innfæddra. Jónas þarf að passa sig á að detta ekki í þann pott. Hitt er annað mál að Framsóknarmenn verða mjög ánægðir með Jónas ef hann heldur upp teknum hætti 😉

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Að vera fjölmenningarfæla

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.