Það er ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur í hyggju að vinna Ríkisútvarpinu skaða. Aðfarirnar eru óvenjulegar og felast í áformum um lækkun afnotagjalda á tímum þegar stofnunin er í rekstrarvanda .

Þessi aðför Framsóknarmanna (með stuðningi Sjálfstæðisflokks), að Ríkisútvarpinu er einungis framhald af yfirtökunni á DV sem nú er í meirihlutaeigu Vefpressunnar. Sá sem hér situr hefur svo sem ýmislegt að athuga við RUV og er ekkert endilega fylgjandi þeirri menningarstefnu sem þar fer fram. Einnig mætti bæta og styrkja ýmsa rannsóknarvinnu fréttastofu RUV.

En Ríkisútvarpið hefur lögbundnu þjónustuhlutverki að gegna og það er langt frá því eining meðal landsmanna um að farið sé fram með slíku offorsi og hefndaræði gegn stofnuninni.

Þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa hver á fætur öðrum farið offari gegn fjölmiðlum á þessu ári, lekamálið hefur verið áberandi hvað þetta varðar en einnig hefur dagfarslegt ofsóknaræði forsætisráðherra gagnvart allri umfjöllun um störf hans sjálfs, ekki farið fram hjá neinum. Þetta háttalag Sigmundar Davíðs hefur ekki beinst að RUV neitt sérstaklega heldur bara að fjölmiðlum almennt. Hann nefnir þá jafnan í fleirtölu.

Þetta er óboðlegt, þessar aðfarir og þessa stefnu hefur ekki verið rætt um við kjósendur. Það samtal hefur ekki átt sér stað og það eru mikil mistök að ætla í þessar aðgerðir í framhaldi af þeirri andúð sem þingmeirihlutinn hefur látið í ljós á fjölmiðlum allt þetta ár.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Aðför að fjölmiðlum

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.