Tímasetningin á Útgáfu Siðareglna fyrir Ríkisútvarpið er óheppileg. Ekki ætlar undirritaður þó að smíða þá brú að fyrir tímasetningunni sé skýr ástæða. En hitt er annað mál að söngur stjórnarliða um hið vonda Ríkisútvarp, í bland við skrímslakvak aðdáendasveitar ríkisstjórnarinnar, jafnt í lánuðum pennum sem leigðum, sá söngur er í óþægilega góðu synci við opinberun þessa plags.

Einnig er ýmislegt í innihaldinu í óþægilega miklu synci við það sem verður að kallast brjálæðislegur rantur stjórnarliða í garð Ríkisútvarpsins. Raunar svo að manni dettur helst í hug að stjórnarliðar neyti ofskynjunarlyfja í of miklum mæli og að staðaldri.

Í 3. grein sem fjallar um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra, kemur fram eftirfarandi:

Starfsfólk gætir þess að vina-, hagsmuna- og skyldleikatengsl hafi ekki áhrif á störf þess sem hjá Ríkisútvarpinu eru unnin og ber að tilkynna næsta yfirmanni um hagsmuni sem geta haft áhrif á störf þess hjá félaginu.

Undirritaður spyr sig hvort þessi regla eigi ekki einnig við um Stjórn RUV sem skipuð er að 9/10. hlutum af alþingi ? en í henni sitja eftirfarandi: Guðlaugur G. Sverrisson, Mörður Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Björg Eva Erlendsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Friðrik Rafnsson, Kristinn Dagur Gissurarson, Ásthildur Sturludóttir, Valgeir Vilhjálmsson

Er t.d. Kristinn Dagur Gissurarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi og bróðir Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, laus með öllu við “hagsmuna- og skyldleikatengsl” í Stjórn RUV ??

Áfram í 3.grein:

Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólítísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.

Nú ætla ég bara að lýsa áhyggjum mínum yfir þessari stefnu sem einungis getur kallast ritskoðunarstefna og aðför að málfrelsi í landinu. Nú af hverju er þetta í svona góðu synci við barlóm stjórnarliða um vonda fjölmiðla ?

Það er eiginlega orðin við tekin venja að stjórnmálamenn ausi úr sér kenningum um aðför eða samsæri, verði fjölmiðlafólki það á að vinna vinnuna sína, sem er að flytja fréttir af m.a. störfum stjórnmálamanna. Þá verður hvað fyrir gubbinu sem fyrir er, fjölmiðillinn eða fjölmiðlarnir sem flutt hafa fréttina, persónur blaðamanna fá það óþvegið, nú og að lokum almenningur sem tekur mark á fréttaflutningnum, allir eru orðnir vondir, í besta falli illa upplýstir og grimmir.

748193Í tíð Lekamálsins, beindu Sigmundur Davíð og aðrir meðlimir ríkisstjórnarinnar ásamt þingmönnum úr stjórnarliðinu, öllum sínum kröftum í að smíða geðveikislegar kenningar um samsæri fjölmiðla gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi Innanríkisráðherra. Fyrir þeim voru afglöp Hönnu Birnu í starfi ekkert vandamál. Þvert á móti þá héldu þeir því fram að hlutur fjölmiðla væri vandamál.

Þeir halda því fram en þann daginn í dag, þó hefur maður verið dæmdur í málinu, einnig sagði innanríkisráðherra af sér (situr þó en á þingi). Ekki man ég eftir því að stjórnarliðar hafi beðið þáverandi starfsmenn DV (nú Stundarinnar), afsökunar á öllu gubbinu sem þeir máttu sitja undir innan úr alþingi. Þvert á móti þá mætti halda að engin hafi gengist við ábyrgð. Ekki Hanna Birna enda situr hún ennþá á þingi eins og ekkert hafi í skorist.

Ekki Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og því síður aðrir stjórnarliðar.

sigmundur_david_8_0Sama bullið er nú uppi á teningnum hvað varðar Panama-skjölin. Fjölmiðlar eru að taka óeðlilega mikin hita af því máli og hefur sú kenning farið talsvert hátt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið narraður í viðtal og honum gerður sá óleikur að kynna ekki fyrir honum spurningarnar fyrirfram. Hann hafi haldið að til stæði að ræða önnur mál. Ekki er að sjá að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi beðið blaðamenn afsökunar á þessum fáránlegu ásökunum. Þó hefur hann hrökklast af ráðherrastóli, situr þó rétt eins og Hanna Birna áfram á þingi eins og ekkert hafi í skorist.

Af hverju situr þetta fólk á þingi ?

Tveir ráðherrar hafa hrökklast úr embætti vegna spillingarmála í þeirri ríkisstjórn sem nú situr og nú skulu starfsmönnum Ríkisútvarpsins settar reglur sem vega að þeirra tjáningarfrelsi. Hvað veldur því offari Menntamálaráðherra í garð blaðamanna sem birtist í geðveikislegum siðareglum fyrir Ríkisútvarpið ?

Ótti ?

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Aðför að Ríkisútvarpinu

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.