jonas-profile

 

Jónas Kristjánsson tekur ranga ákvörðun og ákveður að bakka upp stórfurðuleg sjónarmið Helga Hrafns Gunnarssonar. Þau ganga út á að öll orðræða og tjáning eigi að vera heimil og að umræður muni leita jafnvægis. Það gera þær í mörgum tilfellum. En leið umræðna að niðurstöðu getur þó oft verið löng. Ekki hvað síst þegar rætt er um stórar fjölþættar spurningar. Deilur geta staðið í allt frá 10 mínútum upp í nokkur þúsund ár. í öllu falli geta deilur auðveldlega varað nógu lengi til að hægt sé að fremja þjóðarmorð á meðan á þeim stendur, áður en niðurstaða fæst.

Helgi-Hrafn1

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata.

Þegar orðræða er síðan orðin kerfisbundin, þá er hún orðin að afar sterku vopni í höndunum á alls kyns hagsmunaaðilum. Nú ef orðræða inniheldur falskan óhróður um einstaklinga eða fyrirtæki, svo ekki sé nú minnst á að borin séu afbrot á saklaust fólk, þá hefur slík orðræða ekkert með skoðanana eða tjáningarfrelsi að gera, hún er hugtakinu alls ótengd.

Í þeim umræðum sem átt hafa sér stað á Útvarpi Sögu að undanförnu, hefur það meðal annars verið gefið í skyn að Samtökin ’78 hafi í hyggju að stunda kynlíf fyrir framan grunnskólabörn í Hafnarfirði. Er það slík tjáning sem Jónas Kristjánsson og Helgi Hrafn Gunnarsson vilja leyfa, að rætt sé um samkynhneigt og transfólk sem kynferðisglæpamenn ?

Er það skoðun þeirra Helga og Jónasar að þessi tegund orðræðu eigi að vera leyfileg og að henni eigi að svara með umræðu?

Ég myndi skammast mín fyrir samfélag sem leyfði slíkt brot á alþjóðasamningum, mannréttindasáttmálum, landslögum og sjálfri stjórnarskránni, að hægt væri að koma þannig fram við fólk án eftirmála. Ef að hér væri leyft að ræða um saklaust fólk sem afbrotamenn, þá yrði landið samdægurs óbyggilegt.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Afbrotavæðing samkynhneigðar

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.