60dc391d92fad411c08d8f4b430a9354Aðeins ein leið er fær gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í forsetakjöri, hún er að benda á fjarrveru Ólafs Ragnars yfir löng tímabil og afskiptaleysi hans í alvarlegum málum er kallast á við Stjórnarskránna. Hér er átt við ljótt framgengi þjóðernisöfga, ýmist innbyggðum í stefnu stjórnarflokkanna eða með þegjandi samþykki forystumanna þeirra. Þetta hefur einnig að mestu átt sér stað með þegjandi samþykki forseta Íslands, hann hefur þó verið iðinn við ferðalög meðan stefna flokkanna beggja hefur kristallast í andstöðu flokkanna beggja við fjölmenningu, hvað svo sem landsfundasamþykktir þessara flokka hljóða upp á.

Þegar að málflutningur einstakra þingmanna og ráðherra (meirihluta) lýsir einungis kröfu þeirra um einsleitni þjóðarinnar og þeirri óþreytandi viðleitni þeirra að því er virðist, til að troða kristnum gildum ofan í innflytjendur, þá skitpir engu hvað stefnuskrár flokkanna hljóða upp á, sú stefna er með þessu ekki einu sinni í orði, hvað þá á borði.

Nú er svo sem ekki verið að halda því fram að forseta sé stætt á inngripum í meðferð þingmála, en forsetinn hefur fullt umboð til að bjóða þjóðinni til samtals við sig. Forsetinn er heldur ekki kjörinn til þjónustu eða þjónkunar við ríkjandi stjórnvöld heldur á hann að veita þeim aðhald. Forsetinn á að vera fær um að eiga alvarlegt samtal á opinberum vettvangi við þingmenn og ráðherra ef hann telur þess þörf. Mér þykir það leitt ef að Ólafur Ragnar sér ekki þörfina á því að leiða slíkar umræður. Þess vegna mun ég kjósa persónulega þann frambjóðanda sem er með það efst á sinni stefnuskrá að styðja betur við fjölmenningarleg gildi í landinu.

Í forsetakosningum 2012 gerðu 2 frambjóðendur þau mistök að byggja málflutning sinn að stórum hluta á andstöðu við framboð Ólafs Ragnars. Þessi leið reyndist ekki fær og það er full ástæða til að gera en síður ráð fyrir því að sú nálgun muni gagnast að þessu sinni. Frammistaða Ólafs Ragnars í embætti en minna umdeild í dag en hún var þá.

Almenn sátt um frammistöðu Ólafs Ragnars

Það veldur vissulega vonbrigðum ef að eina umræðuefnið í kring um forsetakjörið á að vera hvernig hægt sé að losa sig við Ólaf Ragnar Grímsson. Ég var jafn undrandi og aðrir þegar Ólafur Ragnar tilkynnti að hann væri hættur við að hætta. Hann er 74 ára og hefði maður haldið að hann teldi sig þurfa að sinna öðrum málum á ævikvöldi sínu. Þá er það alveg ljóst að Ólafur Ragnar telur engan þeirra frambjóðenda sem lýst hafa yfir framboði geta valdið embættinu og að hann eigi því engra annarra kosta völ en að bjóða sig fram.

Þetta er í annað skiptið í röð sem Ólafur Ragnar segist ekki ætla aftur fram en breytir síðan ákvörðun sinni. Þetta hafa andstæðingar hans viljað túlka sem ósannsögli af hans hálfu. Ekki fæ ég séð hvernig hægt er að komast frá A til B svo auðveldlega. Á forsíðu DV er nú flennistór mynd af Guðna Th. Jóhannessyni sem en hugleiðir framboð og stendur þar:

“Forseti þarf að segja satt”

Þá þykir mér orðið erfitt að breyta neinum ákvörðunum ef það þýðir að viðkomandi verði sakaður um að hafa sagt ósatt. Hér eftir skal því teljast óhugsandi að breyta neinum ákvörðunum öðruvísi en að vera sagður ljúga.

Eftir stendur spurningin um hvað vaki fyrir þessum frambjóðendum og hvort ekki verði eitthvað annað á dagskrá hjá þeim en Ólafur Ragnar Grímsson. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur bauð sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni árið 2012. Þáttaka hans reyndist ekki afdrifarík og náði hann 13,762 atkvæðum. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona bauð sig einnig fram og gekk öllu betur og hlaut 52,795 atkvæði gegn Ólafi Ragnari Grímssyni sem sigraði þó með yfirburðum með 84,036 atkvæðum. Bæði Ari Trausti og Þóra gerðu þau mistök að strax í byrjun að láta sér mjög uppsigað við framboð Ólafs Ragnars Grímssonar og byggðist kosningabarrátta þeirra beggja á gremju í hans garð.

Takmörkuð fordæmi hafa verið fyrir starfsháttum Ólafs Ragnars Grímssonar en um leið þá ríkir almenn sátt um ákvarðannir hans að mestu leyti. Það að ætla sér að byggja framboð sitt á andstöðu við ákvarðannir Ólafs Ragnars í embætti, yrði engum frambjóðanda til framdráttar, það myndi jafnast á við að kasta inn hattinum strax í byrjun. Þeir sem sækjast eftir þessu embætti hljóta því að mæta með heilsteypta sýn og raunveruleg áform að borðinu.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Afskiptaleysi Ólafs Ragnars

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.