Þann 5. Október síðastliðinn samþykkti Lögmannafélagið ályktun um réttarvernd hælisleitenda hér á landi. Ályktunin var samþykkt af öllum fundargestum nema tveimur.

“Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði.”

Tilefni ályktunarinnar og fundarins, “er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur”

Lögmaður Sandkassans sat fundinn og fer hér yfir afstöðu lögmannafélagsins og þau rök sem liggja fyrir í málinu:

  1. Gagnrýni lögmanna fólst meðal annars í því að með hinum nýja samningi yrði gengið gegn þeirri grundvallarreglu að hver maður eigi rétt á aðstoð lögmanns að eigin vali, sem sé sjálfstætt starfandi og öllum óháður. Lögmenn höfðu jafnframt áhyggjur af því að aðgangur umsækjenda um alþjóðlega vernd að lögfræðingum sínum yrði takmarkaður og aðgreining þeirra lögfræðinga sem koma ættu að talsmennsku annars vegar og vera í forsvari fyrir ríkisvaldið hins vegar væri ekki næg. Þá myndu lögfræðingar Rauða krossins ekki hafa næga burði til að fylgja málum eftir með þeim hætti sem oft er þörf á. Þess er getið að sjálfstæði lögmanna er tryggt í lögum, m.a. með vísan til 12. og 19. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Engin samsvarandi trygging er fyrir sjálfstæði Rauða krossins á Íslandi samkvæmt lögum um Rauða krossinn á Íslandi og merki Rauða krossins, Rauða hálfmánans og Rauða kristalsins nr. 115/2014 eða í samþykktum félagsins.

 

  1. Í hlutleysismarkmiði Rauða krossins felst m.a. að til þess að hreyfingin geti notið almenns trausts, skal hún [eða starfsmenn hennar] aldrei taka þátt í „deilum vegna stjórnmála […] eða hugmyndafræði“. Þetta gildir um stöðu Rauða krossins bæði hér á landi og almennt. Vegna hlutleysis Rauða krossins gagnvart stjórnvöldum í hverju landi fyrir sig hafa samtökin átt greiðan aðgang að átakasvæðum.

 

  1. Við réttindagæslu flóttamanna og hælisleitenda þarf talsmaður ítrekað að eiga samskipti við stjórnvöld og einnig að takast á við þau. Talsmaður þarf að geta, óbundinn og sjálfstætt, gagnrýnt það sem miður fer eða er í bága við lög. Oftar en ekki má koma skilaboðum á framfæri eftir hefðbundnum leiðum, svo sem í greinargerðum eða málflutningi fyrir dómstólum, en oft vekja mál áhuga fjölmiðla og þarf þá talsmaður að geta komið á framfæri gagnrýni sinni á almennum vettvangi. Þar að auki getur verið nauðsynlegt að vekja athygli almennings á því sem er að gerast í málaflokknum.

 

Það er að mati lögmanna ljóst að þrátt fyrir að Rauði krossinn telji sér fært að gæta réttinda umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnvart stjórnvöldum, þá er hreyfingin í allt annarri stöðu en sjálfstætt starfandi lögmaður. Sjálfstætt starfandi lögmaður er enda eingöngu bundinn við landslög og siðareglur Lögmannafélagsins. Hvorugt bindur lögmenn gagnvart hugsanlegum ágreiningi eða deilum við framkvæmd og niðurstöður stjórnvalda eða hugmyndafræði. Þvert á móti kveður 8. gr. siðareglna lögmanna á um að lögmanni sé skylt að „leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Ber honum að vinna það starf án tillits til eigin hagsmuna, persónulegra skoðana, stjórnmála, þjóðernis, trúarbragða, kynþátta, kynferðis, kynhneigðar eða annarra utanaðkomandi atriða, er ekki snerta beinlínis málefnið sjálft.“

  1. Starfsemi Rauða krossins er því nátengd framlögum frá ríkissjóði ólíkt starfsemi sjálfstætt starfandi lögmanna þar sem viðskiptavinir lögmanna eru oftar en ekki að meirihluta til einkaaðilar.

 

 

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ályktun um réttarvernd Hælisleitenda – greinargerð

| Sandkassinn |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.