Fréttatilkynning frá Íslandsdeild Amnesty International

23.11.2017 

Efni: BOÐ TIL FJÖLMIÐLA: Amnesty International býður ykkur á opnun gagnvirkrar ljósainnsetningar við Hallgrímskirkju föstudaginn 1. desember 2017.

 Amnesty International eru alþjóðleg samtök sem berjast fyrir fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra.

Lýstu upp myrkrið er líklega stærsta gagnvirka ljósainnsetning sem sett hefur verið upp á Íslandi. Hún fer fram frá 1. desember til 5. desember við Hallgrímskirkju. Tilgangurinn er að vekja athygli á mannréttindabrotum. Allir geta tekið þátt og skrifað undir 10 áríðandi mál vegna einstaklinga og hópa sem sæta mannréttindabrotum.

 Gestir geta fengið upplýsingar um málin og tekið þátt í ljósainnsetningunni með því að skrifa undir málin á spjaldtölvu og um leið lýst upp stórt kerti sem varpað er á Hallgrímskirkju. Saman geta þátttakendur lagt sitt af mörkum til að halda loganum lifandi auk þess sem undirskrift þeirra verður hluti af sjónarspilinu.

Markmið ljósainnsetningarinnar er vitundarvakning á Íslandi um herferðina Bréf til bjargar lífi en þar er stefnt að því að safna 50.000 undirskriftum til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim. Undirskriftunum verður að mestu leyti safnað í gegnum vefsíðuna www.amnesty.is.

Bréf til bjargar lífi er stærsti mannréttindaviðburður heims og fer fram samtímis í fjölmörgum löndum víða um heim. Einstaklingar um heim allan skrifa undir áköll vegna 10 áríðandi mála þar sem brotið hefur verið á mannréttindum og þrýsta um leið á stjórnvöld að láta af mannréttindabrotum.

Verið velkomin á opnun ljósainnsetningarinnar þann 1. desember kl. 17:00.

LÝSTU UPP Myrkrið – Gagnvirk Ljósainnsetning

Amnesty International býður ykkur á opnun gagnvirkrar ljósainnsetningar

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn