Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist vilja taka til skoðunar að afturkalla starfsleyfi NBC sjónvarpsstöðvarinnar og endurskoða starfsleyfi ýmissa helstu fjölmiðla í Bandaríkjunum.

Einhverntíma hefði maður ekki séð fyrir sér að ráðamaður af þessu kaliberi myndi láta ummæli sem þessi falla. En í ljósi þeirrar andúðar sem þessi maður lætur í ljós á fjölmiðlum og einstökum fjölmiðlamönnum dagsdaglega þá er yfirlýsing Bandaríkjaforseta að þessu sinni í samræmi við aðrar yfirlýsingar hans.

Mikið væri nú gott ef þetta stríð í garð fjölmiðla einskorðaðist við hinn misheppnaða Bandaríkjaforseta Donald Trump en því er ekki að fagna. Sams konar hegðun og yfirlýsingar má heyra og lesa frá fráfarandi forsætisráðherra okkar Bjarna Benediktssyni:

Fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki legið á samsæriskenningum í garð fjölmiðla og sagði hann nýlega að hann hefði í langan tíma undirbúið málsóknir á hendur fjöðmiðlum og að ráðist yrði í þann málarekstur nú að loknum þingkosningum í lok mánaðarins.

Þar sem að háttalag sem þetta virðist vera að verða að viðtekinni venju þá eru nú metnaðarfullir byrjendur í pólitík eða raunar fólk sem sýnir pólitík áhuga farið að sýna fjölmiðlum sams konar viðmót og Donald Trump. Inga Sæland skipaður formaður Flokks Fólksins er gott dæmi um frambjóðanda sem mætir til leiks með fyrirfram mótaða andúð á fjölmiðlum án þess þó að hafa kannski átt í teljandi samskiptum við fjölmiðla.

Þessi þróun er uggvænleg í ljósi þess að lýðræði fær ekki þrifist í ríkjum þar sem svo gróflega er þjarmað að fjölmiðlum. Ásakanir íslenskra ráðamanna í garð fjölmiðla sem jafnan eru fullkomnlega óstaðfestar og út í bláinn eru kannski einmitt til marks um að hér á landi ríki botnlaus spilling og að skortur á siðferði meðal æðstu ráðamanna sé á alvarlegu stigi.

Trump íhugar að svipta NBC starfsleyfi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir stóru fréttastöðvarnar í Bandaríkjunum svo hlutdrægar að íhuga verði hvort draga eigi starfsleyfi þeirra til baka. Þetta skrifar forsetinn á Twitter í kvöld.

Inga Sæland í málaferli á kostnað Alþingis

Gunnar Waage skrifar: Ég fagna áformum Ingu Sæland formanns Flokks Fólksins um að kæra þann sem þetta ritar ásamt Gunnar Hjartarsyni. Margir hafa viljað kæra mig á undanförnum árum og er röð þeirra metnaðarfullu manna og kvenna orðin æði löng og telur á annan tug fólks.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Andúð frambjóðenda á fjölmiðlum

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.