Úr smiðju Kim Jong-un

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir í ræðu sinni í dag:

„Við höfum þegar náð árangri sem hlýtur að teljast merkilegur. Um leið og við gleðjumst yfir þessum góða árangri skulum við láta hann verða okkur hvatningu til að gera enn betur.”

Staðreyndin er sú að árangurinn sem forsætisráðherra talar um, lætur ekki að sér kveða meðal almennings, einungis meðal vina og vandamanna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Ömurlegt sjálfshólið þegar kemur að áformum um afnám gjaldeyrishafta, hljómar eins og að þar sé nýfædd hugmynd þessa sjálfskipaða landsföður á ferðinni. Þegar að hið rétta er að afnám hafta var alltaf á verkefnalista þessarar ríkisstjórnar, hver svo sem hún hefði orðið. Skattlagning fjármuna er síðan alls ekki uppfinning Sigmundar þótt svo hann vilji eigna sér hana. 

Kim Jong-unGeðveikisleg lotning og óráðskenndur ranntur framsóknarmanna í garð þessa nýfædda andlega tvíbura við Kim Jong-un, forseta Norður Kóreu, er síðan nóg til að manni líður eins og maður hafi villst inn á bráðageðdeild og sé þar fangi. Enda er yfirlæknirinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ásamt sértrúarsöfnuði sínum, við stjórnvölinn. Sjúklingarnir hafa tekið völdin undir forystu þessa brjálæðings.

Sigmundur Davíð er foringi bófaflokks

Rétt er að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja til eigenda eru í hæstu hæðum undir stjórn Sigmundar Davíðs og að hann hefur vissulega náð góðum árangri í að verja misskiptinguna. Arðinum af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar er skipt bróðurlega á milli fárra. Merkilegt er það jú, að fólk skuli kjósa þennan bófaforingja, vitandi vel hvað fyrir honum vakir. Nefnilega að festa í sessi til framtíðar, misskiptingu og eymd eldri borgara og öryrkja, menntakerfi sem sveltur og heilbrigðiskerfi sem stendur heilbrigðiskerfum í nágrannalöndum okkar langt að baki.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talar einnig um neikvæðni landans í ræðu sinni, en ekki opnar maðurinn munninn án þess að hann vilji vanda um fyrir landsmönnum í þeim efnum. En kannski hann hefði átt að lesa upp úr tölvupóstum milli hans og Björns Inga Hrafnssonar, þar sem hann ræddi um yfirvofandi yfirtöku á okkar besta rannsóknarmiðli, DV. Kannski ætti Sigmundur að leggja þau spil á borðið í stað þess að segja þjóðina geðveika.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Arðræningjar fagna á 17. júní – Í dag er oss frelsari fæddur

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.