Formaður Samfylkingarinnar leitar nú ákaft í upprunann og þykir mér sú viðleitni fara Árna Páli vel. Hann virðist í fyrsta skipti eiga auðvelt með mál, hann virkar jarðbundinn og áherslur hans eru í fyrsta skipti alþýðlegar og eðlilegar frá því hann kom fram á hið pólitíska leiksvið.

Fjármálaráðherrar ríkja í G20-hópnum hafa samþykkt tillögu sem ætlað er að draga úr peningaþvætti. Þá stendur til að koma á fót svörtum lista yfir skattaskjól. Hve langt þessi áform ganga kemur í ljós.

Áður en sumarið verður hálfnað þá mun landið líklega verða komið á hliðina undan þunga hneykslismála er tengja Íslenska ráðamenn og athafnamenn við skattaparadísir. Það hefur alltaf verið vitað að menn kæmu fjármunum vel fyrir á aflandssvæðum, það eru engar fréttir, en við höfðum ekki neinar harðar upplýsingar fyrr en nú. Það sem er markvert við þá umræðu og mótmælaöldu sem riðið hefur yfir að undanförnu, er að um leið og almenningur fær vopnin í sínar hendur í formi upplýsinga, þá láta viðbrögðin ekki á sér standa. Það sama á við í öðrum löndum þar sem lekinn skekur nú umheiminn sem aldrei fyrr.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, virðist vera að ná vopnum sínum á nýjan leik með því að leita uppruna síns í jafnaðarstefnunni.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, virðist vera að ná vopnum sínum á nýjan leik með því að leita uppruna síns í jafnaðarstefnunni.

Fíllinn í stofunni hjá Davíð Oddsyni í Hádegismóum er vöntun á yfirlýstum vinstri sinnuðum viðskiptavini Mossack Fonseca.

Þetta kemur fram í þrálátum fréttaflutningi Morgunblaðsins af fólki sem sé að finna í Panama-skjölunum að sögn mbl, en síðar kemur í ljós að svo er ekki.

Jafnaðarstefnan hér á landi hefur þynnst talsvert út og æði margir sem segjast vera jafnaðarmenn í dag, reynast á endanum vera auðmenn sem nýta sér  jafnaðarmannaflokka eins og Samfylkinguna til að vinna hagsmunum sínum brautargengi. Slíka aðstandendur getur flokkur auðveldlega losað sig við eftir atvikum. Það sama er ekki að segja um þingmenn eða ráðherra.

Þannig er t.d. Vilhjálmur Þorsteinsson, nú fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, auðmaður og athafnamaður sem notað hefur Samfylkinguna með þessum hætti á undanförnum árum með góðum árangri fyrir hann sjálfan, Samfylkingin er án efa laus við Vilhjálm eftir að fluttar voru fregnir af aflandseigum hans og hann steig til hliðar.

Það er viðbúið að fleiri aflandskanínur muni koma upp úr hattinum er tengjast Samfylkingunni áður en yfir lýkur. Hvort að Samfylkingin lifir af kosningar í haust mun því ráðast mikið af afstöðu flokksins til aflandsmála í sumar. Formaður Samfylkingarinnar leitar nú ákaft í upprunann og þykir mér sú viðleitni fara Árna Páli vel. Hann virðist í fyrsta skipti eiga auðvelt með mál, hann virkar jarðbundinn og áherslur hans eru í fyrsta skipti alþýðlegar og eðlilegar frá því hann kom fram á hið pólitíska leiksvið.

Kannski er það Panama-sprengjan sem endurnýjar Árna Pál og gerir hann að þeim stjórnmálamanni sem hann vildi alltaf verða, í stað viðskipta og markaðssinnaða ráðherrans sem fyrst og fremst hugsaði um að halda frið við fjármálaöflin í landinu. Ég er ekki frá því að svo sé og að hér sé maður að koma út úr raunverulegri og heiðarlegri leit að því sem er rétt og gott. Allavega er þetta í fyrsta skipti sem mér þykir Árni Páll Árnason vera á réttri leið. Hann virðist ákveðinn í að takast á við framtíð sína á sínum eigin forsendum eða alls ekki. Þetta hlýtur að teljast styrkleikamerki.

Fjármálaráðherrar ríkja í G20-hópnum svokallaða hafa samþykkt tillögu sem felur í sér að skattsvikarar og þeir sem stunda peningaþvætti geti ekki falið sig á bak við nafnlaus skúffufyrirtæki. Þetta kemur fram í drögum að yfirlýsingu sem birt verður að loknum fundi þeirra í Washington.

Þar er enn fremur kveðið á um að komið verði upp svörtum lista yfir skattaskjól sem hafni samvinnu og upplýsingagjöf. Mikilvægt sé að treysta fjármálakerfi heimsins með auknu gagnsæi og koma þannig í veg fyrir misnotkun og spillingu. RUV

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Árni Páll nær vopnum sínum

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.