Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur undanfarna 11 mánuði undirbúið kærur á hendur þeim sem Arnþrúður Karlsdóttir vill meina að hafi sakað sig ranglega um rasisma. Eina kæran sem lögð hefur verið fram er á hendur Stundinni fyrir myndbirtingar. Sandkassanum hefur ekki borist kæra enda ekki eftir neinum fjármunum að slægjast hér.

Nú heldur Arnþrúður því fram að það hafi verið Stundin sem hótaði því að skrifa neikvæða umfjöllun um Útvarp Sögu ef ekki yrði horfið frá málsókn. Blaðamaður Stundarinnar er með upptökur af öllum þessum samskiptum. Ummæli Arnþrúðar eru í hennar stíl enda þrátt fyrir að samtöl blaðamanns Stundarinnar séu skráð orð fyrir orð. Sú staðreynd virðist þó ekki vefjast fyrir Arnþrúði að samskipti blaðamanns við Sævar Þór og fjölmiðlafulltrúa á hans vegum hafa tvívegis verið birt á Stundinni orð fyrir orð og að blaðamenn hafi upptökur af öllum þeim samskiptum

Það líður varla sá mánuður að ekki berist fregnir af málsóknum þeirra skötuhjúa Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar fyrir hin furðulegustu ætluðu brot. Styðst er að minnast að kærasti Arnþrúðar, Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur, hefur kært lesanda Sandkassans fyrir að deila grein af Sandkassanum á facebook síðu sína. Þeirri kæru fylgir að sjálfsögðu skaðabótakrafa upp á 4 milljónir. En ekki hefur nein kæra borist til höfundar umræddrar greinar, þess er hér situr enda skítblankur maður. Sveinn Andri Sveinsson Hæstarréttarlögmaður er verjandi stefnda í þessu furðulega máli og segir hann Pétur Gunnlaugsson ekki eiga neina möguleika á að vinna það mál, það mál sé tapað og muni Pétur Gunnlaugsson þurfa að greiða málskostnað.

Þá sagðist Arnþrúður snemma á þessu ári hafa kært Gunnar Waage (mig) fyrir einhverjar sakir sem ég veit ekki hverjar voru en hún tiltók þær ástæður í fjölmiðlum að hún væri ósátt við gagnrýni mína á hennar starfshætti. En ekkert hefur frést af þeirri kæru.

Í frétt Stundarinnar frá 22. September síðastliðnum er sagt frá því að Arnþrúður Karlsdóttir hafi ráðið lögfræðinginn Sævar Þór Jónsson sem fer nú með mál gegn Stundinni upp á 7,5 milljónir. Kæran er þó ekki vegna áskanna um rasisma eins og til stóð heldur vegna ítrekaðra myndbirtinga en myndin sem um ræðir sýnir Arnþrúði í svartri búrku við störf sín á Útvarpi Sögu. Bent er á í frétt Stundarinnar að Sævar Þór Jónsson sé í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar.

 

 

“Sævar hafði áður lýst því yfir að hann hyggðist leita uppi ærumeiðandi ummæli um forsvarsmenn Útvarps Sögu. Eftir að blaðamaður Stundarinnar falaðist eftir viðbrögðum Sævars Þórs var boðist til þess að afturkalla kröfuna gegn því að ekki yrði rætt um Sævar í samhengi við umfjöllun um Útvarp Sögu.

Sævar Þór tilkynnti um yfirvofandi lögfræðilegar aðgerðir vegna umræðunnar um rasisma á Útvarpi Sögu í bloggfærslu á Eyjunni í fyrra. Í færslunni, sem bar fyrirsögnina „Ekkert heilagt“, lýsti hann því að tjáningafrelsinu væru skorður settar og að fólk þyrfti að geta varið ummæli sín fyrir dómi. „Að undanförnu hef ég fyrir hönd stjórnenda útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu fylgst með umræðunni um stöðina og forsvarsmenn hennar og má með sanni segja að sú umræða er komin út fyrir öll velsæmismörk … Stjórnendur útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu hafa falið mér að sækja þá til ábyrgðar sem harðast hafa gengið fram gegn persónum þeirra með óvægnum og ómálefnalegum hætti.“”

Arnþrúður Karlsdóttir er með svör við þessari frétt Stundarinnar á reiðum höndum eins og hennar er von og vísa þá klínir hún málinu upp á Starfsfólk Stundarinnar en þess ber að geta að Stundin var kosin “Besti netmiðillinn 2015” í ofan á lag við að tveit blaðamenn Stundarinnar voru útnefndir blaðamenn ársins 2014. Útvarp Saga hefur á móti á orðið hvað eftir annað og raunar stanslaust upp vís að því að fabrikkera fréttir.

Nú heldur Arnþrúður því fram að það hafi verið Stundin sem hótaði því að skrifa neikvæða umfjöllun um Útvarp Sögu ef ekki yrði horfið frá málsókn. Blaðamaður Stundarinnar er með upptökur af öllum þessum samskiptum. Ummæli Arnþrúðar eru í hennar stíl enda þrátt fyrir að samtöl blaðamanns Stundarinnar séu skráð orð fyrir orð. Sú staðreynd virðist þó ekki vefjast fyrir Arnþrúði að samskipti blaðamanns við Sævar Þór og fjölmiðlafulltrúa á hans vegum hafa tvívegis verið birt á Stundinni orð fyrir orð og að blaðamenn hafi upptökur af öllum þeim samskiptum, þessi ummæli Arnþrúðar eru því ekki sérlega gáfuleg og því síður bera þau vott um heilindi Arnþrúðar :

talsmenn-ottans-2-stjornmalavaktin

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Arnþrúður Karlsdóttir segir ósatt um starfshætti sína og Sævars Þórs Jónssonar lögfræðings.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.