Hún talar jafnan um netníðinga og árásir en staðreyndin er sú að fáir netverjar eru jafn yfirgangssamir á netinu og Arnþrúður Karlsdóttir.

Þá segist hún hafa orðið fyrir hatursorðræðu. þótt það sé náttúrulega hún sjálf sem nefnd er í ECRI skýrslu Evrópuráðsins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins fyrir hatursorðræðu.

Í skýrslunni segir:

“Þá  er ECRI einnig kunnugt um útvarpsstöðina Sögu sem dreifir hatursorðræðu sem beint er að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki(LGBT).”

“ECRI veitir því einnig athygli að fjölmiðlanefndinni hafa ekki borist neinar formlegar kvartanir  varðandi  útvarpsstöðina  Sögu  og  sjónvarpsstöðina  Omega  (sjá  21.  gr. hér að ofan). Nefndin hefur hinsvegar haft spurnir af því að kvartanir hafi borist til lögreglunnar  um  þessa  fjölmiðla,  sem  hefur  verið  vísað  frá  vegna  þess  að forsendur  þeirra  teljast  ekki  heyra  undir  refsirétt.  ECRI  hefur  áhyggjur  af  því  að hugsanlega   sé   hvorki   almenningi   né   lögreglu   kunnugt   um   ákvæðin   um hatursorðræðu  í fjölmiðlalögunum  og kvartanakerfi fjölmiðlanefndarinnar og  telur nauðsyn á fræðsluátaki í þessum efnum.”

En Arnþrúður reynir sem oftar að distorta hugtakið hatursorðræða í þá veru að það sé hún sem verður fyrir hatursorðræðu:

“Hvað er það versta sem hefur verið sagt um þig?

„Það versta er að vera ranglega sökuð um hatursorðræðu.“

Tókstu það nærri þér?

„Já, ég hef gert það og það er mjög alvarlegt að saka fólk um slíkt og mjög erfitt að leiðrétta slíkan rógburð.“”

Fyrir það fyrsta þá hefur það færst í aukana að ummæli Arnþrúðar og hennar starfsmanna á Útvarpi Sögu, hafa verið til umfjöllunar á svo til öllum fjölmiðlum landsins um langt skeið. En þegar upptökum af stöðinni er dreift á meðal almennings, þá er eins og að Arnþrúður þoli það illa. Sem þýðir einungis á mannamáli að það sem fram fer í útsendingum stöðvarinnar þolir illa dagsins ljós.

Arnþrúður Karlsdóttir er ekki fórnarlamb hatursorðræðu. Hún er hatursmaðurinn, hún sjálf er netníðingurinn sem leggur svo til alla þá sem minna mega sín í einelti. Það hefur marg oft verið rætt við hana að hætta að veitast í sífellu að innflytjendum, hælisleitendum, flóttafólki, samkynhneigðum, fíkniefnaneytendum. Einn helsti skaðinn af orðræðu hennar og hennar starfsfólks er að finna hjá börnum fólks sem tilheyrir þessum hópum.

Ég átti samtal við Frosta Logason um fordóma um daginn þar sem ég reyndi að útskýra fyrir honum að við ræðum ekki um fólk í hópum. Við ræðum um einstök mál og einstaklinga. Hann telur aftur á móti að það sé nauðsynlegt að fá að gagnrýna hópa, þótt þeim tilheyri börn sem njóta sérstakrar verndar í lögum. Þetta er dæmi um skilningsleysi Frosta og margra annarra á þeim lögum sem gilda um flóttafólk og raunar mannréttindalögum almennt. Við samþykkjum ekki það sem oft er kallað “Guilt by Association”. Alhæfingar og allsherjarreglur í málefnum persóna eiga ekki við í samfélagi þar sem persónufrelsi og persónuréttindi ríkja.

Við ávörpum ekki hópa svo sem allar konur, alla homma ect. Slíkur tjáningarmáti er uppruni fordóma. Við þurfum einnig að iðka mikla nákvæmni í allri okkar umfjöllun. Dæmi: Þegar Arnþrúður Karlsdóttir bendlar flóttamenn við ISIS sem bornir voru með lögregluvaldi út úr Lauganeskirkju, án þess að fyrir því liggi nokkrar einustu vísbendingar. Síðan gerir konan ekki einu sinni tilraun til að leiðrétta á opinberum vettvangi en það gerir hún aldrei. Þá er á ferðinni hatursorðræða.

Þessu klínir Arnþrúður Karlsdóttir bara ekki upp á annað fólk. Arnþrúður er umfjöllunarefni Evrópuráðsins, Ásmundur er umræðuefni Evrópuráðsins, Sjónvarpsstöðin Omega er umfjöllunarefni Evrópuráðsins og þannig snýr þetta mál. Ekkert drottningarviðtal fær því breytt.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Arnþrúður Karlsdóttir og hatursorðræðan

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.