Útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir Donald Trump verða fyrir “rógburðarherferð” og að andstyggilega sé ráðist að honum. Þetta kom fram fyrir nokkru í þættinum Síðdegisútvarpið á Útvarpi Sögu sem er í stjórn Péturs Gunnlaugssonar. Þá segir Pétur Gunnlaugsson í samtalinu meðferðina á Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, vera þá sömu og Donald Trump verði fyrir.

Arnþrúður tekur undir þetta og segir:

Eftir því sem hann slær meira frá sér, þeim mun meira fylgi fær hann, og eftir sem að meira er á hann ráðist, það er mjög andstyggilega á hann ráðist. Þeim mun meiri stuðning fær hann. Þannig að það er ekki að bera árangur þessi rógburðarherferð sem að hefur verið notuð gegn honum.

Ásmundur Friðriksson, Arnþrúður Karlsdóttir segir hann verða fyrir álika árásum og Donald Trump.

Ásmundur Friðriksson, Arnþrúður Karlsdóttir segir hann verða fyrir álika árásum og Donald Trump.

Útvarpsstjórinn finnur einnig til með bæði Ásmundi Friðrikssyni og Donald Trump og segir um þá:

Já ég er að horfa á þetta að þeir sem að standa svona fram, að hvernig er veist að þeim alveg hroðalega.

Arnþrúður er ósátt við að “andstyggilega” sé ráðist á Donald Trump. “Maður hefur aldrei séð annan eins óþverra í aðdraganda kosninga.”

 

 

Hér má hlusta á þetta samtal milli Péturs og Arnþrúðar:

Arnþrúður Karlsdóttir segir Donald Trump verða fyrir”rógburðarherferð”

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn