Hún hefur fengið til sín þingmenn og ráðherra í þeim tilgangi að fá þá til að taka undir þá skoðun hennar sjálfrar að Sandkassinn eigi að sæta ákæru. Viðmælendur hennar koma að sjálfsögðu af fjöllum við þann málatilbúnað í hvert skipti. Arnþrúði Karlsdóttur hefur svo sem verið upplýst um það hjá lögreglu að hún einfaldlega hafi ekkert til að kæra Sandkassann fyrir.

Það er ekki vegna þess að eitthvað sé að lögunum í því tilliti, nei Sandkassinn hefur einfaldlega ekki gerst brotlegur við lög. Og sama þó henni tækist að fá einhvern þingmann eða jafnvel ráðherra til að taka undir þá skoðun sína að lögreglan eigi að taka við kæru á hendur þeim sem hér situr, þá hefði slíkt blaður einfaldlega ekkert réttarfarslegt gildi.

Ég hef ekki brotið nein lög, Sandkassinn hefur ekki brotið nein lög og sama þótt Arnþrúður Karlsdóttir reyni að sannfæra vitgranna hlustendur sína um hið gagnstæða, þá er það bara ekki raunin og hefur lögregla einfaldlega tjáð henni það.

En blessunin skilur hvorki mælt mál eða ritað, í viðtali hennar við þingmann Pírata Smára McCarthy í dag mátti Arnþrúður sitja undir fyrirlestri þingmannsins um hvað staðreyndir væru. Sjálf vildi hún meina að það væri alltaf matskennt.

Þetta er konan sem segist “flytja ykkur fréttir”.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Arnþrúður Karlsdóttir segist “flytja ykkur fréttir”.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.