Það verður lítið annað sagt en að Arnþrúður Karlsdóttir eigandi Útvarps Sögu hafi sýnt af sér furðulegt háttalag á netinu. Stundin hefur á undanförnum dögum fjallað um Arnþrúði í tveimur fréttum:

Arnþrúður lék Indverja í beinni: „Curry curry curry“

Arnþrúður kallar þá sem gagnrýna hana sýruhausa og gamla dópista

1-smallEins og að sú hegðun Arnþrúðar sem sagt er frá í fréttunum tveimur sé ekki nógu forkastaleg, þá bætir hún í með því að blanda sér í umræður fyrir neðan fréttirnar. Þar sakar hún svo til alla þá sem gagnrýna hana um að vera með óhreint mjöl í pokahorninu og krefur alla um sakavottorð, þar með talið undirritaðann. Þá segir hún einn viðmælanda sinn ekki vera þann sem hann segist vera heldur Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV og núverandi stjórnarformann Stundarinnar.

Þessi krafa Arnþrúðar um sakavottorð frá fjölda manns, á grundvelli þess að fólk gagnrýni rasisma og illvilja á útvarpsstöð hennar í garð innflytjenda, verður að teljast vera nokkur tímamót í okkar nútímasögu því ekki man ég eftir annarri eins framgöngu. Ekki hvað síst í því samhengi að Arnþrúður er fyrrverandi lögreglukona þótt ferill hennar hafi verið stuttur á þeim vettvangi. En einnig í ljósi þess að hún hefur viljað bendla mótmælendur á Austurvelli við erlend glæpasamtök og þá sem skipulagt hafa mótmælin segir hún vera skríl og hassista. Þá eru stjórnarliðar og ráðherrar vikulegir gestir á útvarpsstöð hennar í bland við vikulega viðmælendur sem þekktir eru fyrir harkalega andstöðu við flóttafólk.

Andúð Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í garð flóttamanna er alþekkt. Þau hafa bæði tvö verið óþreytandi við að kynda undir hatursorðræðu í garð flóttamanna meðal sinna hlustenda. Það er því eðlilegt að þau hljóti mikla og harða gagnrýni fyrir. En svo virðist sem að Arnþrúður vilji smyrja gagnrýnendur sína með rógburði og dylgjum. Ýmist með því að kalla þá sýruhausa og hassista, gamla dópista og glæpamenn.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Arnþrúður krefur netverja um sakavottorð

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.