untitledEf einhver hélt að Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlaði að hægja á málflutningi sínum gegn hagsmunum flóttafólks í kjölfar þess að hann náði öðru sæti í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi, þá er ljóst að honum vex ásmegin í andúð sinni á flóttafólki ef eitthvað er.

Fyrr á árinu lét Ásmundur þessi vitfirrtu ummæli falla í þinginu:

 

 

“Verðum við að fara að ráðum Svía og Dana og takmarka aðgengi fólks til landsins eins og var áður en Schengen-samstarfið varð að veruleika? Það er mikilvægt að við skoðum það hvort að það sé nauðsynlegt á þessari stundu að hælisleitendum sé snúið við í Keflavík og þeir sendir aftur til síns heima.”

Þarna er ljóst að skilningur Ásmundar á Schengen landamærakerfinu er álíka takmarkaður og hann er í Íslensku Þjóðfylkingunni, enda hafa svo sem margir velt því upp að hann ætti þar heima. Því það er alls ekki Schengen sem kemur í veg fyrir að hægt sé að snúa flóttafólki við í Keflavík. Það gerir aftur á móti Flóttamannasamningur Sameinuðu Þjóðanna. Þannig að úrsögn úr Schengen myndi engu breyta í þessu efni, okkur yrði eftir sem áður skylt að koma fram við flóttafólk samkvæmt alþjóðalögum.

Nú fyrir nú utan það að þær forsendur sem Ásmundur gefur sér fyrir slíkum brottvísunum, eiga sér enga tilvist nema í höfðinu á Ásmundi, sem án efa gerði betur í að lesa biblíuna minna, en kynna sér þess í stað alþjóðalög, hann situr jú á þingi og er það því bara sjálfsagt að gera kröfu á þingmenn um lágmarks mannréttindalæsi.

Nú heldur Ásmundur áfram og í þinginu í gær ákvað hann að setja út á kostnað við hælisleitendur á Íslandi með því að draga til óskyld mál, kostnað við rekstur skurðstofu eða þjónustu við aldraða. Þetta er einfaldlega málflutningur sem stenst engar kröfur. Hér fyrir neðan má hlusta á ræðu Ásmundar sem er skínandi dæmi um lága greind og mannvonsku þessa þingmanns sem var að enda við að ryðja úr vegi í prófkjöri, merkilegasta þingmanni Sjálfstæðisflokksins í dag, Unni Brá Konráðsdóttur.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ásmundur Friðriksson, fávís lýðskrumari sækir í sig veðrið

| Leiðari |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.