Ásmundur Friðriksson hefur alla tíð verið ófær um að fara rétt með rekstrartölur ríkis og sveitarfélaga. Að hluta til er hér um hreint fúsk að ræða en að hluta til er maðurinn einfaldlega að fara með rangt mál í þeim tilgangi að leiða til sín óstöðuga kjósendur.

En nú hefur Ásmundur skilgreint stefnu Sjálfstæðisflokksins í málefnum flóttafólks. Með þessu hefur Ásmundur tekið vissa forystu í fjölmenningarmálum innan Sjálfstæðisflokksins.

Ekkert bendir til annars en að forysta flokksins standi að baki Ásmundi. Þessi þingmaður er því að festa Sjálfstæðisflokkinn í sessi sem þjóðernispopúlistaflokk. Úthugsuðum staðreyndavillum sem ætlað er að stilla flóttafólki upp sem sökudólgum í kjaramálum eldri borgara, svipar fyllilega til stórgallaðra röksemda Adolfs Hitlers í ritverki hans “Mein Kampf” þar sem hann kennir gyðingum um rekstrarvanda ríkisins og almennra fyrirtækja, vondrar afkomu borgaranna.

Ýmislegt fleira en Ásmundur hefur verið til vitnis um að útlendingaandúð sé landlæg innan Sjálfstæðisflokksins. Blaðamenn DV (nú Stundarinnar) hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá Sjálfstæðisflokknum eða einstaklingum innan hans. Ekki heldur Tony Omos eða fjölskyldan hans. Flokkurinn stendur að baki mannréttinabrotum í gegn um Kærunefnd Útlendingamála dag hvern. Úrskurðarnefnd sem er einungis rassvasadómstóll dómsmálaráðherra.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ásmundur Friðriksson hefur tekið forystu innan Sjálfstæðisflokksins

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.