6105280015_60577a98f7_bAtli Thor Fanndal 30.12.2014

Sandkassinn tók tali blaðamanninn Atla Thor en hann býr í Edinborg þar sem hann er í námi í blaðamennsku. Viðtalið mun birtast í nokkrum hlutum og að síðustu í fullri lengd.

Atli Thor Fanndal tilheyrir þessum hópi ungra blaðamanna sem virðast hafa fengið sig fullsadda af gamla fjölmiðlamódelinu, þeir móta sína eigin persónulegu stefnu og tæma oftast úr magasíninu í málum sem þeir telja vera réttlætismál . Menn á við Björn Bjarnason og Jón Val Jensson, kveinka sér iðulega undan skrifum Atla Thors og er undirrituðum þá jafnan skemmt.

 

,,mér finnst þessi ráðning í dag sýna fram á það.

Hann telur sig ekki

þurfa á áskrifendum að halda

 

 

GW: DV, þetta er komið allan hringinn, þeir eru komnir með kynningarfulltrúann sem ritstjóra.

AT: Já og í rauninni mjög útlistað manifesto í þessari SWOT greiningu. Það sem mér finnst svolítið merkilegt við þetta í dag, ég reyndar sé þetta bara í fjölmiðlum, ég er freelance hjá DV þannig að ég er ekkert mjög vel inni í hlutum. Ástæðan fyrir ég er freelance er að ég var orðin svo þreyttur á að vinna fyrir einn skíthæl, nú vinn ég bara eiginlega fyrir þá alla. Reyndar ætti ég ekki að segja þetta því ég vinn fyrir 2 ritstjóra sem ég hef mikla aðdáun á, það er annars vegar Björk Eiðsdóttir og hins vegar Ingimar Karl. En þetta verður svo þreytt að vinna í þessu umhverfi .

Ég held að þetta sýni bara fram á það að Björn Ingi hann telur sig ekki skulda neinum neitt. Hann telur sig ekki þurfa að sýna fram á það að hann ætli að viðhalda DV sem einhverskonar krítískum miðli.

GW: Nei nei

AT: Og þetta hlýtur að vera, það er svona nánast eins og hann sé búin að afskrifa lesendur af því þeir hljóta bara að vera að segja upp í hrönnum.

GW: Já þetta sé bara, það sé búið að gefa nægilegan aðlögunartíma og áskrifendur muni bara örugglega sætta sig við orðin hlut.

AT: Já eða þá að hann sé bara búin að ákveða að það sé ekki þess virði, það séu meiri hagsmunir að fá að breyta DV heldur en að reyna að halda í áskrifendur. Þegar ég vann á DV þá var mjög skýr mynd, þú veist ég taldi mig hafa skýra mynd af áskrifendum DV vegna þess að það kom stundum fyrir, þar sem að það var bara ein manneskja í anddyrinu, að síminn fór yfir í ritstjórnina og þá var kannski verið hringja vegna þess að blaðið kom ekki eða eitthvað. En fólk sem talaði við mann leit á það sem einhverskonar borgaralega skyldu að vera áskrifendur. Það var áskrifendur að DV, þrátt fyrir galla DV. Af því að DV er ekki gallalaust blað.

Það er eitthvað eliment við þennan nýja eiganda

sem segir bara: Ég

skulda engum neitt

En hvað verður núna? Ég meina Björn Ingi virðist algerlega sannfærður um það að hann skuldi ekki neinum neitt. Ég meina hann fer í stjórnmál og er hrakin úr stjórnmálum fyrir spillingu á Íslandi. Þú veist það er meira en að segja það. Úr sveitastjórn. Hann er viðskiptaritstjóri 365 en er svo einn af þeim fjölmiðlamönnum sem er á kafi í öllu ég meina hann er að taka lán og er algerlega á kafi í öllu, á meðan hann á að vera að veita aðhald, þú veist. Hans svar við því er bara ég braut aldrei nein lög. Þú veist og það er kafli um hann í bókinni hans Inga Freys. Það er eitthvað eliment við þennan nýja eiganda sem segir bara: Ég skulda engum neitt. Og mér finnst þessi ráðning í dag sýna fram á það. Hann telur sig ekki þurfa á áskrifendum að halda.

GW: Nei nei akkúrat enda ég segi fyrir mig, ég var búin að kaupa áskrift aftur. Ég náttúrulega hætti hjá þeim í haust og náttúrulega hætti að blogga hjá þeim líka og allt það. En svo fannst mér ég nú þurfa að geta lesið ýmislegt til enda, þannig að ég keypti áskrift aftur. En nú eftir að ég les þetta, þá sé ég enga ástæðu til þess að lesa neitt meira það sem þarna stendur. Ég ætla að segja því upp undir eins bara.

AF: Ég trúi ekki öðru en að það sé það sem er í gangi ég meina, Ég hef verið spurður eftir að ég byrjaði aftur að skrifa þarna aftur annað slagið, á ég að segja upp áskriftinni og ég segi bara bíddu með það, þú veist. Hugsaðu málið, segðu upp ef þú vilt en gefðu okkur sem að erum að skrifa og erum búin að ákveða að taka þennan slag. Þú veist það er stuðningur við okkur að þú sért þó allavega áskrifandi. Og þú segir þá upp á einhverju momenti.

GW: Jájá það er náttúrulega þannig sem þetta stendur í sjálfu sér. Maður hefur alltaf verið að hugsa um hag þessara starfsmanna og svona í von um að þetta góða starf geti haldið áfram. Og það hættu náttúrulega ekki allir. En nú er aftur búið að breyta stjórninni og þetta er meðal þeirra fyrstu verka að færa Hallgrím yfir í einhverja netvinnu hjá eyjunni og. En ég meina þetta eru alveg skýrar línur, það kom einhver blaðamaður af eyjunni að rífast í mér inni á Sandkassa þar sem að hann var að fárast yfir því að ég segði að eyjan væri Framsóknarmiðill. Og hvernig í ósköpunum mér dytti í hug að bendla hann við Framsóknarflokkinn. Ég sagði við hann, þú vinnur hjá Birni Inga Hrafssyni, ég meina hvað þarf ég að segja meira. Áttarðu þig ekki á því hjá hverjum þú vinnur?

AT: Já ég meina þetta er svo augljóst. Það sem ég held að fólk fatti ekki er að þú sem blaðamaður ert alltaf í eigu einhvers, þú ert alltaf að þjóna einhverjum. Það bara er þannig og þess vegna eru módelin mismunandi og þess vegna viljum við hafa ríkisfjölmiðil og við viljum hafa áskriftarmiðla og við viljum hafa frímiðla. Á Íslandi, og ég held ég geti sagt þetta af því við erum svo fá. Ég get alveg sagt það að það var algjört menningarsjokk að koma hingað út og fara að læra blaðamennsku. Af því ég hef alltaf haft alveg ofboðslegan áhuga á þessu og ég get sagt þér nákvæmlega hvenær ég ætlaði að verða blaðamaður og hver það er sem í raun og veru opnar augu mín fyrir því.

Þú getur komið inn í hvaða umræður sem er,

hvaða rökræður sem er og sagt bara,

já þetta eru ömurlegar umræður,

 

og það munu allir

taka undir það af því hún er ömurleg sko,

en hún er ömurleg af því að ekkert okkar á hana

og hún er bara

það sem hún er.

Ég hef alltaf haft mjög sterkar skoðannir á þessu og ég hef þurft að færa mjög miklar fórnir fyrir þetta starf og ég er stöðugt atvinnulaus sko. En það er bara allt í lagi. Þú veist þannig er það bara. En það er eitthvað með Ísland að menn finna sér alltaf svona patent lausn. Svona patent umræðuefni, patent viðskiptamódel, þú veist patent lausnir. Og ef þú vilt t.d. vera snjall í einhverri umræðu á Íslandi. Þá verður bara talað um hvað umræðan sé vond. Í alvörunni því þú þarft ekki að vita neitt, þú getur klórað yfir það hvað þú þekkir efnislega engin mál, þú getur bara sagt já ég hef bara engan áhuga á þessu umræðan er svo vond. Og þetta er svona leið til að vera svona superior gagnvart öllum. Þú getur komið inn í hvaða umræður sem er, hvaða rökræður sem er og sagt bara já þetta eru ömurlegar umræður og það munu allir taka undir það af því hún er ömurleg sko, en hún er ömurleg af því að ekkert okkar á hana og hún er bara það sem hún er.

Ég svona dagsdaglega finn ekkert fyrir svona ömurlegri umræðu af því ég umgengst að einhverju leyti fólk sem er með þennan þankagang, svo einhvernvegin stígur þú aðeins út fyrir þann ramma og þá verður hún alltaf aðeins meira ömurlegri og það er ótrúlega stór hópur fólks sem hefur ekkert tolerance fyrir þessu. Ekki neitt.

GW: En er ekki bara sú hugmynd í gangi að svona rétt eins og með lýðræðið, að lýðræðið sé eitthvert yndislegt fyrirbæri sem að sé einhver rjómi að búa í, að það sé eitthvað þægilegt lýðræðið, sko lýðræði er ekkert þægilegt. Lýðræði er bara kannski heillavænlegast þegar öllu er á botninn hvolft. En það sama á kannski við um þessar umræður það er verið að ætlast til að umræður séu svona þægilegar og ljúfar og og komi vel við alla en er þetta ekki bara misskilningur, það er verið að fara fram á eitthvað sem er bara ekki raunveruleiki ?

AT: Já það er málið það er verið að fara fram á,,,. Ég kalla þetta fólk fundarstjórana.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Atli Thor Fanndal í nærmynd – 1. hluti

| Viðtalið |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.