Í framhaldi af netákalli “Stöðvum Hatursorðræðu á Útvarpi Sögu”, þá hafa þrjú fyrirtæki ákveðið að hætta að auglýsa á Útvarpsstöðinni. Þessi fyrirtæki eru:

* 1819
* Húðfegrun
* Pottagaldrar ehf

Miðað við framferði þáttastjórnenda á Útvarpi Sögu yfir langt tímabil, þá má fyllilega gera ráð fyrir að stór hluti þeirra fyrirtækja sem auglýst hafa á stöðinni muni hætta því enda er mannfjandsamlegur áróðurinn á stöðinni í garð minnihlutahópa varla í líkingu við neitt sem við þekkjum úr Íslenskri fjölmiðlasögu,

Sandkassinn vill hrósa aðstandendum netákallsins fyrir þetta framtak og hvetja þá sem auglýsa á Útvarpi Sögu til að hætta því hið snarasta ef þeir vilja ekki eiga á hættu að fyrirtæki þeirra verði bendluð við hatursáróður og útlendingaandúð, fyrirlitningu fyrir samkynhneigðum og femínistum, en sú orðræða fer fram með kerfisbundnum hætti á stöðinni dag hvern.

Þann 23. Mars síðastliðinn setti Sandkassinn Útvarp Sögu á svartann lista og hvatti til sniðgöngu:

“Sandkassinn mælir með að þjónusta Útvarps Sögu verði sniðgengin. Mælt er með því að fólk kaupi ekki auglýsingar á Útvarpi Sögu. Mælt er með því að fólk sniðgangi þau fyrirtæki sem auglýsa vörur og þjónustu á stöðinni.”

Þann 11. Júni síðastliðinn bættum við Morgunblaðinu á þennan lista:

“Sandkassinn mælir með að blaðið verði sniðgengið. Mælt er með að fólk kaupi ekki auglýsingar hjá Morgunblaðinu. Mælt er með því að fólk sniðgangi þau fyrirtæki sem auglýsa vörur og þjónustu í blaðinu.”

Svarti listi Sandkassans er aðgengilegur hér:  http://sandkassinn.com/svarti-listinn/

Hér er listinn yfir þau fyrirtæki sem enn eiga eftir að svara netákallinu og hætta öllum viðskiptum við Útvarp Sögu:

* E. Finnsson
* Góa
* Alvogen Ísland
* Allianz
* Kostur
* Flugger litir
* Hreyfill
* Borgar Apótek
* Bakarameistarinn
* Aloe Vera umboðið
* Dún og Fiður
* Hjá Dóra
* Lögmenn Sundagörðum ehf.
* Helluhreinsun ehf
* Tölvuvinir tölvuverkstæði
* Aloe Vera – betri líðan
* Fjölskylduhjálp Íslands
* Nikolai bifreiðastillingar
* Bílaréttingar og sprautun Sævars

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Auglýsendur yfirgefa Útvarp Sögu

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.