Ísland gefur sig út fyrir að vera samfélag sem virðir mannréttindi en því miður er það sjaldan raunin þegar kemur að málefnum flóttamanna og hælisleitenda. Við erum líka fjölmenningarsamfélag og flestir sjá það á afar jákvæðann hátt en stjórnmálamennirnir okkar gera afskaplega lítið til að leggja áheyrslu á kosti slíkrar samfélagsgerðar.

 
Því er það afar gleðilegt að biskup Íslands hún Agnes M. Sigurðardóttir skuli stíga fram og tala máli feðgina sem bíður ekkert nema brottvísun frá Íslandi. Hún sér sem er að við höfum burðina til að hjálpa fleira fólki sem er í neyð. Eins og Agnes segir svo réttilega þá erum við gestir á hótel jörð. Við ráðum ekki hvar við fæðumst og sumir eru heppnari en aðrir. Hafi fólk viljann til að rífa sig upp úr ömurlegum aðstæðum og leita annað er það beinlínis mannleg skylda okkar, sem búum í landi friðar, að tryggja því fólki öruggan samastað.

 
Hvað er fólkið að gera annað að velja lífið fram yfir ömurlegheit eða í versta falli dauða? Við eigum að fagna því að slíkt baráttufólk skuli leita til okkar en ekki vísa þeim í burtu. Hvað eru innfæddir Íslendingar annað en heppnir einstaklingar sem fæddust inn í góðar aðstæður sem við fengum í vöggugjöf? Það er beinlínis ómannúðlegt að níðast á þeim sem voru ekki svo heppnir.

 
Ég tek undir með Agnesi að við eigum að veita þeim Abrahim og Hanyie, ásamt fleirum í þeirra stöðu, skjól hér á landi. Verum samfélag mannúðar og fjölbreytileika en ekki samfélag útskúfunnar og einsleitni.

 

 

Grein Agnesar

 

Fyrri grein mín um mál feðginanna

Biskup Íslands Tekur Afstöðu Með Mannréttindum

| Gunnar Hjartarson |
About The Author
-