Voðaverk þriggja manna í París er ekki til þess fallið

að komast að neinni tímamótaniðustöðu um eðli

Múslimatrúar í vestrænum samfélögum.

Slíkt er aftur á móti alvarlegt og ömurlegt lýðsskrum,

veiklyndi og taugaveiklun !

 

Það þarf jafnan ekki neitt sérstakt tilefni til að vitstola kjánar eins og Páll Vilhjálmsson eða Halldór Jónsson, eða Björn Bjarnason, byrji að tala tungum, eldheitir í andanum og upphafnir. Morð á tólf manns í skotárás á ritstjórnarskrifstofum vikublaðsins Charlie Hebdo í París í gær, er líklega meira en slíkir límheilar og snillimenni þola bara.

Raunar eru þeir svo ölvaðir af eigin málflutningi dag frá degi að þegar plaffaðir eru 12 manns á grínfjölmiðli í París, þá fara þessir menn eðlilega í panick. Já það gerðist eitthvað raunverulegt. 3 menn frömdu hryllilegan glæp.

Það að halda því fram að múslimatrú sé

ósamrýmanleg veraldlegu samfélagi“,

er einungis vísbending um einhvern persónulegan

og veraldlegan vanda Páls Vilhjálmssonar.

Hvernig þessi voðaverknaður þessara þriggja manna fær Pál Vilhjálmsson til að komast að þeirri niðurstöðu að:

“Múslímar skilja ekki háð og ádeilu enda vestrænt lýðræði framandi þorra þeirra. Að ímynda sér, eins og fjölmenningarsinnar gera margir, að múslímasamfélag fái þrifist í vestrænu samfélagi er beinlínis rökleg mótsögn. Blóðbaðið í París skerpir á þeirri bláköldu staðreynd múslímatrú, eins og hún er skilin og iðkuð af ótölulegum fjölda, er ósamrýmanleg veraldlegu samfélagi.”

En sú “röklega mótsögn” sem að þessi snillingur vísar til, er þó ekki studd með neinum rökum í pistlinum, kannski gumsast eitthvað til í sjóðandi heitum hausnum á Páli, einhver atburðarás sem þetta grey álítur vera rökhugsun. En víst er að það pattern í heila þessa villuráfandi ofstækismanns er línulaga og stenst bara alls engar akademískar kröfur. Það að halda því fram að múslimatrú sé ” ósamrýmanleg veraldlegu samfélagi”, er einungis vísbending um einhvern veraldlegan vanda Páls Vilhjálmssonar.

Þannig að meðan þeir Páll Vilhjálmsson og Halldór Jónsson eyða 365 dögum á ári í að reyna að sannfæra okkur öll um að þeir tveir muni bjarga okkur öllum undan hinni vondu fjölmenningu, þá látum við hin okkur nægja að fjalla um þau mál sem koma upp, þegar þau koma upp, eitt mál í einu og á efnislegum grunni og af nákvæmni í hvert skipti.

Voðaverk þriggja manna í París er ekki til þess fallið að komast að neinni tímamótaniðustöðu um eðli Múslimatrúar. Slíkt er aftur á móti alvarlegt og ömurlegt lýðsskrum.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Bjargvætturinn Páll Vilhjálmsson

| Samantekt |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.