f19f7b55013443326f697d88e6fc2f28Það er ekki oft sem ég tek undir með ESB þegar Íslandi eru settir afarkostir. Þetta var gert í Icesave málinu og það var gert í Makrílmálinu og í báðum tilfellum var á ferðinni algjört óréttlæti. Ég hef verið bákninu andsnúin í flestu.

En nú ber vel í veiði því ég tek fyllilega gleði mína yfir því að Íslandi verði sett þau skilyrði að taka sjálfsagðan og eðlilegan þátt í flóttamannahjálp, eins og önnur siðmenntuð Evrópuríki gera. En Bjarni segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar.

Ég vil hvetja Bjarna Benediktsson til að beita sér af fullri hörku fyrir því að Íslendingar hysji upp um sig buxurnar og opni landamæri sín undir eins fyrir flóttamönnum, að hætta að drolla yfir málinu í nefnd. Engin þjóð getur talist sjálfstæð eða fullvalda, nema hún geti lagt hendur á árar í þessu máli. Hitt er annað mál að fyrir mér er bjarni Benediktsson bara búlduleitur, búttaður bjáni sem verður líklega með ungabarnafituna það sem eftir er. Rétt eins og Sigmundur Davíð. Þessir menn eru einungis til heimabrúks fyrir fáa útvalda.

En ef þeir félagar, Sigmundur og Bjarni, ætla að velta sér öllu lengur upp úr eigin saur í einhverju sem þeir kalla “ráðherranefnd” yfir málum sem krefjast tafarlausra aðgerða, tja þá kemur óhjákvæmilega að því að almenningur verði að taka fram fyrir hendurnar á náhirðinni.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Bjarni Ben drollar undir hótunum ESB

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.