Fyrir nokkrum árum hefði það verið óhugsandi að formaður Sjálfstæðisflokksins léti ummæli sem þessi falla. Slík ummæli formanns hefðu þýtt fylgishrun á árunum um og fyrir hrun. Þetta get ég sagt því á þessum árum var ég meðlimur í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hefur þó augsýnilega ákveðið að koma á móts við nýja öfgapopúlista fyrir þessar kosningar með þessum yfirlýsingum:

Um þá fjármuni sem fara í kostnað við hælisneitendur og kostnað við kærunefnd Útlendingamála.

„Mér finnst erfitt að horfa á þess­um miklu fjár­mun­um sem fara í þetta mál.”

Hér tekur hann upp Ingu Sæland stefnuna að vara Íslendinga við “milljón” flóttamönnum. Sumir hefðu kannski haldið að Bjarni hefði vit á að gera það alls ekki. En líklegast er þó Bjarni að sé að átta sig á að Sjálfstæðisflokkurinn sé að einangrast í undanfara þessara kosninga og sé því að kaupa sér og flokki sínum gott veður hjá öfgaþjóðernisöflum með þessum yfirlýsingum á fundi Sam­taka eldri sjálf­stæðismanna í Val­höll þann 13. þessa mánaðar.

“„Ég er þeirr­ar skoðunar að við þurf­um að vera með mjög strang­ar regl­ur og skýr svör, ella mun­um við kalla yfir okk­ur bylgj­ur af nýj­um flótta­mönn­um,“ sagði hann og benti á að eng­in trygg­ing sé fyr­ir því að „við fáum ekki yfir okk­ur millj­ón flótta­menn“ ef hæl­is­leit­end­ur lúti ekki ströng­um regl­um.” úr frétt mbl.is um málið.

Reglurnar eru mjög strangar og svörin skýr enda er viðbragðsáætlun okkar allavega að nafninu til í samræmi við Flóttamannasamning Sameinuðu Þjóðanna. En ef Bjarni telur leiðbeiningar UN ekki nógu skýrar, þá er best að ég bendi almenningi á sem þekkir málið kannski ekki allt of vel, að þá er Bjarni að undirbúa lög og starfsreglur sem standast ekki mannréttindalög. Okkur hefur nefnilega reynst nógu erfitt að halda okkur innan ramma alþjóðalaga í málum hælisleitenda og höfum trekk í trekk brotið á flóttafólki með því háttalagi. Sú 48 stunda regla sem ýmsir Sjálfstæðismenn hafa mælt fyrir sem og Viðreisn, sú regla stenst ekki lög og ætti ekki að vera til umræðu.

“Það var slæm ráðstöf­un að fara rík­is­borg­ara­leiðina í Alban­íu­mál­inu.”

“Að sögn Bjarna verða áfram sett­ir fjár­mun­ir í flótta­manna­búðir til að aðstoða við að fæða og klæða flótta­menn, auk þess sem fjár­mun­ir fara í flótta­mannaaðstoð. „Mér finnst að við eig­um ekki að horfa á þetta sem vanda­mál annarra. Við þurf­um að taka þátt í því að leggja hönd á plóg­inn,“ sagði hann og vill beita sömu aðferðum og ná­grannaþjóðirn­ar hafa gert. ” úr frétt mbl.is um málið.

Ekki getur það verið auðvelt fyrir umræddar fjölskyldur að sitja undir þessu tali forsætisráðherra og mikið óskaplega skortir hann viðurkenningu eldri borgaranna sem sátu þennan fund eldri Sjálfstæðismanna, að þurfa að snú sér við með þessum hætti og beinlínis kalla málið er þessa Albönsku fjöskyldu varðar: Mistök, slæma ráðstöfun. Takk Bjarni þetta var stórmennskulegt af þér á stuttbuxunum.

En þarna kemur einnig fram að hann vill fyrir alla muni halda áfram að styrkja flóttafólk, svo lengi sem það bara komi ekki hingað en hýrist þess í stað í flóttamannabúðum nálægt átakasvæðum. Þetta kallast að taka Utanveltubesefann á málið, öðru nafni Jón Magnússon sem sumir vita kannski að er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins en hefur vegna þessara áherslna þótt ónothæfur í þingstörfin fyrir flokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn er því að koma undir forystu Bjarna Benediktssonar út úr skápnum sem fullmótaður þjóðernispopúlistaflokkur.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Bjarni Benediktsson hleður undir aukna þjóðernisstefnu Sjálfstæðisflokksins

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.