Robert Muller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum hefur nú lagt fram ákæru á hendur fyrrum kosningastjórum Donalds Trump. Kæruatriðin lúta að landráðum.

Bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga það sameiginlegt að hafa þurft að hverfa af valdastóli vegna hneykslismála, en voru þetta einungis hneykslismál, var hér einungis um laskað siðferði að ræða og ábyrgðin því fyrst og fremst pólitísk, eða er ástæða til að skipa sérstakan saksóknara og rannsaka möguleg afbrot þeirra, þ.m.t. gegn Íslenska ríkinu ?

Fyrrum kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta Paul Manafort og aðstoðarmaður hans  Rick Gates sæta nú ákærum í 12 atriðum. Ákæruatriðin snúa að bankareikningum og bankaviðskiptum þeirra erlendis sem þeir ýmist létu ekki vita af eða gáfu villandi upplýsingar um.

Ákæruatriðin eru:

Samsæri gegn Bandaríkjunum, samsæri um peningaþvætti, óskráðir fulltrúar erlends aðila, falskar og villandi FARA yfirlýsingar í 7 tilfellum þar sem sem þeir skiluðu ekki skýrslum eða gáfu villandi upplýsingar um erlenda banka eða reikninga.

Samkvæmt lögum þá bar þeim báðum skylda til að skrá sig sem lobbýista fyrir erlenda aðila í Bandaríkjunum. Það gerðu þeir ekki.

Aftur að Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,

Báðir fyrrverandi ýmist forsætisráðherrar eða fjármálaráðherrar, allt á sama nokkurra ára tímabilinu. Báðir með umsvif og eignir í erlendum bönkum sem þeir létu ekki vita af, raunar héldu leyndum upplýsingum um þessi fjármál sín og hagsmunaskráning þeirra innihélt ekki þessar upplýsingar.

Líklegast eru lög okkar ekki í stakk búin til að ná yfir athæfi þessara manna, í öllu falli ekki til jafns við Lög í Bandaríkjunum.

En þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gerir það að kosningaloforði sínu að lögsækja fjölmiðla hér á landi  þá er það dapurlegt. Hann ætlar að lögsækja fjölmiðla fyrir það eitt að fjalla af heilindum um hans persónulegu fjársvikastarfssemi þar sem hann m.a. gerði samninga fyrir hönd ríkisins sem hann sjálfur var hagsmunaðili að vegna umsvifa sinna sem koma fram í Panama skjölunum, án þess að taka það neins staðar fram.

Bjarni Benediktsson er í ekki ósvipuðum pakka, framdi innherjasvik ásamt ættingjum sínum í tengslum við fall Glitnis.

Það mætti segja sem svo að bæði Bjarni og Sigmundur séu að leika sér á brúninni þegar þeir hafa í hótunum fjölmiðla. Því báðir tveir hafa þeir sloppið ótrúlega vel til þessa við að fá ekki á sig rannsókn báðir tveir, fyrir að hafa hvor um sig, tekið stöðu gegn hagsmunum ríkisins á grundvelli innherjaupplýsinga og sinna eigin hagsmuna, gegnandi opinberum embættum.

Foreign Agents Registration Unit (FARA)

The Foreign Agents Registration Act (FARA) was enacted in 1938. FARA is a disclosure statute that requires persons acting as agents of foreign principals in a political or quasi-political capacity to make periodic public disclosure of their relationship with the foreign principal, as well as activities, receipts and disbursements in support of those activities.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð ættu að sæta rannsókn

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.