ar-160819246

Hafin hefur verið undirskriftasöfnun “Björgum lífi Morteza Songolzadeh” og viljum við hvetja alla til að skrifa undir:

Björgum lífi Morteza Songolzadeh

Ég er nú ekki Pírati eða í neinum flokki. Ég er þó einn af þeim sem bind talsverðar vonir við að stjórnarandstaðan taki við stjórnartaumunum eftir kosningar.

Útlendingastofnun virðist bent á að senda Morteza Songolzadeh úr landi. Vissulega binda allir vonir við meðferð Umboðsmanns Alþingis á málinu, einnig áfrýjun til kærunefndar.

Hitt er annað mál að nú hefur umsókn hans verið hafnað af kærunefnd með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. En sá sem að hér situr fær ekki séð annað en að hér sé á ferðinni skýlaust brot á sjálfri Dyflinarreglugerðinni sem og Flóttamannasamningnum. Morteza sótti ekki um hæli í Frakklandi. Aðstæður hans með tilliti til dauðadóms eru allt annað en hversdagslegar. Kærunefndin er alls ekki sjálfstætt starfandi dómsvald sem tekur sjálfstæðar og hlutlægar ákvarðannir heldur er nefndin skrípi í dómskerfinu sem ætti ekki að þekkjast í nútímanum.

Ólöf Nordal Innanríkisráðherra

Ólöf Nordal Innanríkisráðherra

Við skulum halda því til haga að ráðherra, Ólöf Nordal, fer með ræðið í kærunefndinni. Hún skipar báða af þeim nefndarmönnum sem eru í fullu starfi við nefndina og geta í raun ráðið því að stórum hluta að hvaða niðurstöðum nefndin kemst. Þetta eru formaður og varaformaður. Niðurstaða nefndarinnar er því eins og aðrar niðurstöður sem frá henni koma, pólitísk. Hún endurspeglar fyrst og fremst stefnu stjórnarflokkanna í málefnum hælisleitenda.

Þið sem takið sæti á þingi eftir einungis nokkrar vikur, getið tekið þetta mál upp á ykkar arma nú þegar og óskað eftir því við ráðherra að embættið haldi að sér höndum á þessum síðustu dögum þingsins enda sé mikil stefnubreyting í farvatninu með nýjum stjórnarmeirihluta og einnig, með vísan til þess að niðurstaða nefndarinnar er í höndum Umboðsmanns Alþingis sem hefur kallað eftir gögnum frá nefndinni. Það er því miður margt sem bendir til þess að Útlendingastofnun og kærunefndin, starfi því miður ekki af heilindum samkvæmt Flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna og þar með Dyflinarreglugerðinni sjálfri.

Kær kveðja
Gunnar Waage

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Björgum lífi Morteza Songolzadeh

| Greinar |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.