Svo virðist sem að vefmiðillinn Eyjan sé farinn að gera skrif Björns Bjarnasonar fyrrv. dómsmálaráðherra að reglubundnu viðfangsefni sínu. Verkefnaval Vefpressunar er raunar rannsóknarefni fyrir alla sem hafa áhuga á að skoða hvernig misbeita má fjölmiðlum í þágu stjórnmálaflokks og hagsmunaafla (í þessu tilfelli Framsóknarflokksins).

Af hverju Björn ?

Nú vegna þess að Björn Bjarnason er skoðanabróðir Framsóknarmanna í innflytjendamálum, hann er með samskonar pödduhugsunarhátt og þeir sem gengur út frá því að ætla öllum öðrum en þeim sjálfum allt það versta. Bullið í Sjálfstæðismanninum BB lætur Framsóknarflokkinn líta aðeins betur út í samanburði.

Það er engin að lesa pistlana hans Björns nema kannski Jón Valur og Palli Vil. Rasistaglamrið í þjóðfélaginu hefur þagnað nokkuð eftir afstaðnar kosningar og er það vel. En ritstjórnin á heimasíðu Framsóknarflokksins (eyjunni) virðist í sinni eilífu málefnafátækt vilja hefja þruglið í þessum gamla furðufugli upp til lesningar.

 

Er Björn í alvöru Bjarnason ?

Björn Bjarnason lagði Tony Omos í einelti og lýsti hvað eftir annað pervertískum áhyggjum yfir því hvert væri faðerni barns mannsins. Ég spurði á móti hvort Björn væri örugglega Bjarnason ? Enda vart til hallærislegra og vemmilegra umræðuefni til að bera upp á prenti.

Þessi fyrrverandi dómsmálaráðherra er hér að leggja til að hælisleitendum frá Balkanlöndum verði beinlínis ráðið frá því að leggja leið sína til Íslands því hér muni þeir ekki fá hæli. Þetta athæfi væri brot á flóttamannasamningnum og Dyflinarreglugerðinni.

En þar sem að langt er síðan Björn lærði sína lögfræði þá er líklegast í lagi að leyfa honum að delera á síðustu metrunum, það er þó sorglegt að sjá fyrrverandi ráðherra gera sig aftur og aftur að slíku erkifífli á opinberum vettvangi.

Er Björn í alvöru Bjarnason ?

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Björn (bömmer) Bjarnason ?

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.