PANews BT_P-f78afa61-140c-47b3-84c1-51952323836a_I1

Nokkurar einfeldni gætir í kring um Brexit, niðurstöður í þjóðaratkvæðagreiðslunni eru um margt gagnrýnisverðar þegar að meiningin er að taka svo rótæka stefnu og útganga úr ESB myndi þýða fyrir Bretland. Má þar nefna ekki ýkja mikla þáttöku í kosningunum. Í öðru lagi þá staðreynd að þótt viss hluta fólks og fyrirtækja myndu hagnast með tíð og tíma á útgöngu, þá yrðu margir sem myndu tapa miklu og jafnvel öllu. Þetta eru afarkostir og hlýtur því að koma til álita að einfaldlega snúa ákvörðun þessari við og hætta við útgöngu. Raunar er að skapast verulegur þrýstingur í Bretlandi í þá veru.

Þjóðaratkvæðagreiðslan er ráðgefandi og sá möguleiki virðist líklegri nú en fyrir nokkrum dögum að snúið verði af þessari braut. Ég hef verið á þeirri skoðun í gegn um tíðina að innganga sé alltaf möguleg í Evrópusambandið en útganga óframkvæmanleg. Til þess eru hin ýmsu kerfi sem aðildarríkin hafa innleitt of afgerandi. Banka og fjármálakerfið myndi ekki ráða við úrsögnina fyrir það fyrsta og er það eitt og sér ástæða til að hætta við ósköpin.

Í þriðja lagi verður að horfa til þeirra aðferða sem beitt var til að hafa áhrif á almenning í Bretlandi í aðdraganda kosninga, en þær hafa verið ljótar öfgaþjóðerniskenndar og ofbeldisfullar. Uppfullar af propaganda og fölskum staðhæfingum haldið á lofti um innflytjendastefnuna í landinu.

Að síðustu en ekki síst þá vilja Skotar alls ekki fara út úr sambandinu og ekki Norður Írar. Það má því segja að Breska þingið standi nú frammi fyrir þeirri stöðu að Bretland muni liðast í sundur við útgönguna. Þetta eru þung rök gegn því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verði virt og í raun verður að teljast ólíklegt að það gangi eftir.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Brexit líklega púðurskot

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.