Hugtakið er Franskt, upphaflega notað yfir einskonar varnarvegg gegn banvænum smitsjúkdómum en hefur í seinni tíð verið það hugtak sem notað er yfir varnartaktík lýðræðisflokka gegn rasista- og fasistaflokkum.

 

Hún byggist á því að lýðræðisflokkarnir útiloka allt samstarf við rasista- og fasistaflokkana. Stefna þeirra flokka er í senn viðbjóðsleg og ólýðræðisleg og væru lýðræðisflokkar því að víkja frá grunngildum sínum með að fara í samstarf við slíka flokka.

Mannréttindi virka þannig að þau hafa allir. Við höfum ákveðin grunngildi um mannréttindi. Ef einhver flokkur ákveður að vinna gegn mannréttindum ákveðinna hópa þá er ekki hægt að gera málamiðlanir við slíkan flokk, hvað þá að fara að tilögum hans. Slíka flokka ber að einangra svo skaðinn af stefnu þeirra verði sem allra minnstur.

Reynslan af sáttmálanum er góð

Cordon sanitaire sáttmálinn hefur gefist vel í þeim löndum þar sem uppgangur öfgaflokka hefur verið mikill. Í Þýskalandi hafa rasista- og fasistaflokkar aldrei náð inn á þing eftir síðari heimstyrjöld. Sáttmálinn er enn virkur gegn AFD sem hefur verið að ryðja sér rúms. Fari svo að flokkurinn nái inn á þing mun enginn annar flokkur starfa með þeim.

Í Frakklandi og Hollandi hefur sáttmálinn stöðvað uppgang Frönsku Þjóðfylkingarinnar og Frelsisflokksins að miklu leyti. Í það minnsta hefur öfgaflokkunum verið haldið frá því að hafa raunveruleg áhrif. Sömu sögu er að segja í Svíþjóð með Svíþjóðardemókrata og í Bretlandi með Breska Þjóðarflokkinn.

Upphaf sáttmálans má þó rekja til Belgíu þar sem fasistaflokkurinn Vlaams Blok naut töluverðs fylgis á níunda áratugnum. Stefna flokksins var svo mannfjandsamleg að enginn annar flokkur gat hugsað sér að starfa með þeim. Ólíkustu flokkar voru tilbúnir að fara í samstarf bara til að halda þeim í burtu. Flokkurinn var síðar sviptur ríkisstyrkjum vegna kynþáttahaturs. Þá var nafninu breytt í Vlaams Belang og stuðningur við flokkinn er nú sáralítill á meðal Belga.

 

Virkjum sáttmálann á Íslandi

 

Á Íslandi hefur cordon sanitaire sáttmálinn gegn rasista- og fasistaflokkum ekki verið ríkjandi en í Alþingiskosningum 2016 sáum við þó votta fyrir álíka sáttmála þegar allir flokkar lýstu því yfir að þeir myndu ekki starfa með Íslensku Þjóðfylkingunni.

 

Nú ári síðar hefur verið boðað til kosninga aftur. Í þetta skiptið er ekki einn rasistaflokkur í framboði heldur þrír. Íslenska Þjóðfylkingin er að bjóða fram aftur. Klofningsflokkurinn þaðan, Frelsisflokkurinn, sömuleiðis. Flokkur Fólksins býður fram líka en fyrir síðustu . kosningar lék vafi á því hvort sá flokkur væri eiginlegur rasistaflokkur þó rasistadaðrið hafi verið til staðar, sá vafi hefur nú verið tekinn af.

 

Hefðbundnir Íslenskir stjórnmálaflokkar eiga að sjá sóma sinn í því að taka upp cordon sanitaire sáttmálann hérlendis. Allir þeir flokkar ættu að lýsa því yfir fyrir komandi kosningar að samstarf við Íslensku Þjóðfylkinguna, Frelsisflokkinn og Flokk Fólksins sé ekki inni í myndinni. Yfirlýsingin gæti verið svipuð þeirri sem gefin var út vegna Íslensku Þjóðfylkingarinnar en í þetta skiptið bundin formlega í þann sáttmála sem hefur gefist öðrum Evrópuþjóðum svo vel í baráttunni gegn uppgangi rasista- og fasistaflokka.

Cordon Sanitaire sáttmálinn gegn rasista- og fasistaflokkum

| Gunnar Hjartarson |
About The Author
-