11200607_10204110219782103_1427728697487862634_n

Það er ekki á hverjum degi sem að Íslenskir tónlistarmenn njóta slíkrar velgengni og Hljómsveitin Kaleo hefur gert á undanförnu ári. Þessum ungu tónlistarmönnum hefur tekist það sem svo marga dreymir um, að verða rokkstjörnur í orðsins fyllstu merkingu.

Ég tók trommuleikara hljómsveitarinnar, Davíð Antonsson Crivello, tali:

GW: Nú eruð þið að spila gríðarlega oft, meira en 300 konsertar á ári. Þetta er gríðarlega stíft. Hvernig gengur ykkur að ná hvíld ?

DA: já núna erum við búnir að vera nánast á túr í 2 ár. það getur verið erfitt að hvílast, en líklega erfiðara að stoppa. Þessi lífstíll verður að vana eins og flest en það er mjög mikilvægt að taka pásur, jarðtengjast og sjá hlutina í samhengi. Við erum að taka okkur gott frí núna yfir hátíðarnar og eitthvað fram í janúar.

10426762_10152890119195933_4342002281046449264_nGW: Það er athyglisvert að sjá þig spila ride á tamborínu og þú ert að gera það talsvert. Hvað viltu segja um það ?

DA: það æxlaðist fyrst þegar ég var að smíða taktinn við lagið No Good. Mér fannst tambórínan spila svo stórann part að ég ákvað að ég þyrfti að spila á hana í gegnum lagið á sama tíma. Einnig hef ég verið að nota “shaker” í svipuðum tilgang við önnur lög

GW: Þú gerir talsvert af því að vera með gripið nálægt miðjum kjuða. Er það eitthvað sem þú ákvaðst að gera eða hefur þetta æxlast svona meira af sjálfu sér ?

DA: Ég pæli ekki mikið í gripinu eða hvernig ég spila þessa daganna, Það er allur gangur á hvernig ég held á kjuðunum það fer mikið eftir hverskonar lag ég er að spila, hversu fast ég er að spila o.s.f.v. Ég á það svo lítið til að vera að skipta um kjuða í gegnum lögin frá burstum í mallets og svo í heðbundna.

GW: Þar sem að þið eruð nú orðnir rokkstjörnur á mun stærri skala en tíðkast hér heima fyrir, hvernig gengur ykkur að takast á við áreiti ?

DA: Bara ágætlega held ég. Það var meira spennandi fyrst að vera þekktur út á götu og kannski í borg sem þú hefur aldrei komið til áður. Við vorum voða duglegir í að fara og spjalla við fólk eftir tónleika og svona. En eftir sem þetta stækkar meira verður fólk skrítnara og skrítnara og oftast látum við okkur bara hverfa beint eftir gigg núna.

Jason Rardin, Hunter Scoggins, Max Lenox, Daniel Ægir Kristjansson, Davíð Antonsson Crivello, Jökull Júlíusson, Shawn Richesin and Will Field.

Jason Rardin, Hunter Scoggins, Max Lenox, Daniel Ægir Kristjansson, Davíð Antonsson Crivello, Jökull Júlíusson, Shawn Richesin and Will Field.

GW: Hvernig sett ertu að nota, tegund, stærðir, skinn, cymbalar, pedalar ?

DA: núna er ég að spila á gamalt Ludwig Vistalite kit frá 1974 held ég. 24” kick, 13”tom 18”floor svo risa stóra meinl páku með leður skinni sem seinni floor, hún er í skrítinni stærð 21” held ég, Black beauty sneril 14×6,5. Cymbalarnir hjá mér er svolítið út um allar trissur. Ég nota Zildjian mikið, en annars fíla ég vintage línuna hjá Dream vel og svo nota ég mest Sabian Ride ég man ekki hvaða. Ég notaði lengi Pearl eliminator kicker en breytti nýlega yfir í DW 5000 hreinlega bara því hann passar betur á bassatrommuna mína.

GW: Hvað varð til þess að þú fórst að spila á trommur og hverjir eru svona þínir helstu áhrifavaldar í trommuleik ?
DA: Það var alltaf mikil tónlist á heimilnu þegar ég var að alast upp, bróðir minn spilar á gítar, og systir mín spilaði á píanó, og lærði ég fyrst að glamra á það tvennt. Svo spurði mamma mín mig hvaða hljóðfæri mig langaði til að læra á og valdi ég trommur bara svolítið útí bláinn. Ég fór fyrst á trommu og sílafón námskeið í tónlistarskólanum í mosfellsbæ þegar ég var um 11-12 ára.

10653492_10152220786180933_5116573070351062885_nSvo fórum við mikið í kirkju og komst ég svolítið í trommusettið þar, og þá var eiginlega ekki aftur snúið, Ég byrja svo að æfa á trommusett hjá þér í kringum fermingaraldurinn og ég kaupi mitt fyrsta “alvöru” trommusett fyrir fermingarpeningana. Sem ég á enþá, Gretch renovn maple.

Ég held mest upp á gömlu rokk hundanna sem ég hlustaði sem mest á í kringum fermingar aldurinn. John Bonham, Ginger Baker, Ringo Starr, Deantoni parks, Dave Grohl, svo líka Steve Gadd, Questlove er líka kúl. Já svo auðvitað Gunnar Waage

(Þegar hér er komið við sögu hlýnar gömlum kennara um hjartarætur)

GW: Hverjir semja Kaleo lögin  ?

DA: Flest lögin eru úr hugfóstri Jökuls söngvara.

GW: Segðu okkur frá því hvenær þú byrjaðir í bandinu og hvernig fara lagasmíðarnar fram, semjið þið eitthvað saman á æfingum ?

DA: Ég, Jökull (söngvari) og Danni (bassi) fórum í sama grunnskóla í mosó og byrjum að spila saman þegar við vorum 16-17 ára og stofnum band. Svo einhvernveginn byrjum við að trúbba mikið og spila sem coverband út um allann bæ.
Svo 2012 tökum við mjög meðvitaða ákvörðun að við viljum ekki vera í coverbandi lengur og viljum einblína á okkar eigin tónlist. Rubin gegnur til liðs og við stofnum Kaleo.

Ekkert lag þróast eins. En oftast nær kemur Jökull með lögin á borðið og við þróum þau svo áfram í sameiningu, mis mikið, sum lög smella alveg beint og önnur þurfa mikla vinnu.

GW: Hvað er framundan hjá ykkur, nú hafa komið út 2 plötur með Kaleo, hvernig samning eruð þið á, hve margar plötur og tímarammi ect.?

DA: Ég vil nú ekki fara of djúpt ofaní samningana, en við erum með plötusamning við Atlantic Records og Electra Records. Svo erum við með Publishing samning við Warner chappel. Framhaldið er bjart, næsta ár munum við halda áfram að túra mikið, en við erum spenntir að fara að búa til nýja tónlist og ætlum við að fara að byrja að huga að nýrri plötu fljótlega.

11051870_10152936902995933_3383324788405016783_n

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Davíð Antonsson Crivello (Kaleo)

| Gunnar Waage, Viðtalið |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.