3. grein siðareglna Blaðamanna:

“Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.”

TO samanburður

Upprunanlega útgáfan og útgáfa Gísla Freys, smellið á myndina til að stækka.

Eftirfarandi texti úr leiðara Morgunblaðsins frá því í haust, bendir ekki til þess að ritstjóri Morgunblaðsins hafi upplifað sig vera í neinni klemmu með Lekamálið. Líklega er hér á ferðinni Davíð Oddsson og upplýsingarnar sem hann lýsir áhyggjum yfir að koma mætti á framfæri, eru ekki þessar tvær útgáfur af skjalinu, enda þótt ritstjórinn hefði þær báðar undir höndum. Nei, hann er í alvöru þann 21. ágúst síðastliðin að velta vöngum yfir hvernig væri hægt að fá Tony Omos til að gefa út samþykki fyrir birtingu frekari persónulegra upplýsinga um sig.

Í leiðara Morgunblaðsins fimmtudaginn 21. ágúst 2014 segir:

 

 

„Á Íslandi tókst hópi sem þrýstir á um jákvæða afgreiðslu á málefni útlendings nýverið að skapa fjölmiðlafár, svo umfangsmikla lögreglurannsókn og loks saksókn, þótt ótrúlegt sé. Um leið er augljóst að við rannsókn á “lekamálinu„ hafa margvíslegir lekar frá fleiri en einni opinberri stofnun markvisst verið nýttir til að styrkja ímynd þessarar undarlegu rannsóknar.

 

Hver ríkisstjórnin af annarri lofar auknu gagnsæi í málsmeðferð hins opinbera.

 

Eftir að hópurinn í kringum fyrrnefndan umsækjanda um tiltekna afgreiðslu ráðuneytis hafði gert málefni síns manns opinbert með töluverðum hávaða, hefði eiginlega verið sjálfsagt að hin raunverulega mynd málsins lægi opin fyrir. Hún var andstæðan við hina, sem dregin var upp af áróðursmönnum og fjölmiðlar ginu gagnrýnislaust við. Væntanlega hefði verið eðlilegast og í samræmi við breytta tíma að birta almenningi réttar upplýsingar um málið, fyrst svo var komið. Í sumum nágrannalöndum okkar er umsækjandinn í slíkum tilvikum beðinn um samþykki þess að réttar upplýsingar um hann séu birtar opinberlega. Hafni hann því fer sú birting ekki fram, en þá er greint frá því opinberlega að slíkri birtingu hafi verið synjað af þeim sem á í hlut.

Þetta er varfærin aðferð og vilji menn ekki ganga lengra ættu flestir að geta samþykkt að slík skref væru stigin.“

Hæstiréttur tók ekki afstöðu til þess hvort skjalið sem Gísli Freyr sendi á fjölmiðla hefði verið í upprunalegu formi eða ekki.

Spurning er hvort ekki hafi verið rangt staðið að kröfunni af lögreglustjóra þar sem fölsunin sjálf er ekki gerð að meginatriði kröfugerðar. En eitt er víst að skilyrðum fyrir því að dómari gerði ákærða að svara til um heimildarmanninn, var fullnægt;

1) Sýnt var fram á að gögnin ættu ekki erindi inn í almenna umræðu um málefni hælisleitenda heldur væri einungis á ferðinni viðkvæmar persónulegar upplýsingar.

2) Sýnt var einnig fram á að búið væri að framkvæma þá rannsóknarvinnu sem hægt var áður en þessa var krafist og var því um lokaúrræði að ræða.

3) Sýnt var fram á að heimildarverndin kæmi í veg fyrir að þetta sakamál fengist upplýst og að almannahagsmunir væru ekki til mótvægis.

Hæstiréttur sem staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms, tekur ekki afstöðu til þess að skjalinu hafði verið breytt.

Blaðamönnum er skylt að virða niðurstöðu réttarins og vernda áfram heimildarmanninn, sem reyndar er ljóst þegar þarna er komið við sögu að er heimildahöfundur en ekki heimildamaður. En við skulum líka átta okkur á því að samkvæmt lögum ber að túlka rökin fyrir heimildarvernd þröngt.

Túlkaði rétturinn skyldu blaðamanna til að vernda heimildarmenn þröngt ?

Við skulum einnig velta fyrir okkur því mati sem ritstjórn Morgunblaðsins leggur á málið. Telur ritstjórn mbl að Gísli Freyr muni sækja blaðið til saka fyrir brot á heimildarverndinni í framhaldi af játningu?

Myndu stjórnvöld sækja mbl til saka fyrir brotið ?

Málið er að mínu mati í skýru ósamræmi við Siðareglur Blaðamannafélagsins.

Umfjöllun Morgunblaðsin hefur einkennst af einhliða varnarskrifum fyrir Hönnu Birnu og leiðarahöfundur hefur gert nánast aðsúg að hælisleitendum á meðan þessu hefur staðið.

Hér er því afar furðulegt athæfi a ferðinni hjá Morgunblaðinu á löngu tímabili. Ég ætla að vona að þetta mál fari áfram til Mannréttindadómstóls Evrópu.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Davíð fór offari í Lekamálinu

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.