gw-badgeHér á eftir fer hluti af viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur þann 27.3.2017 við Dómsmálaráðherra Sigríði Á Ándersen. Í þessum hluta er fjallað um skýrslu ECRI á vegum Evrópuráðsins. Hér birtist nokkuð sláandi mynd af hugarheimi Sigríðar Á Andersen Dómsmálaráðherra. Hún segir m.a. að verið sé að framleiða svona skýrslur úti um allan heim og að hún myndi ekki missa svefn yfir henni. Ekki sé mikill bragur af vinnubrögðum skýrsluhöfunda. Þetta segir Sigríður en tekur fram að hún viti ekki hvernig skýrslan sé unnin, skýrslan sjálf segi að “hún hafi verið samin af einhverri Evrópunefnd”. Einnig kemur fram hjá Sigríði að hún hafi kynnt sér efni skýrslunar gróflega en svo virðist sem hún hafi hvorki lesið skýrsluna eða viti í hvaða tilgangi hún er sett fram, hvernig heimildir séu fengnar eða hvernig skýrslan sé unnin. Einnig virðist Sigríður álíta skýrsluna eiga að falla á einhvern hátt undir stjórnsýsluviðmið eða stjórnsýslulög.

En mér þykir eðlilegast að birta hér þennan hluta viðtalsins í heild sinni sem ég en og aftur undrast að Sigríður Á Andersen sem Dómsmálaráðherra skuli láta sér detta í hug að mæta í enda er ákæra í fullum gangi fyrir Héraðsdómi á hendur Pétri Gunnlaugssyni sem til komin er vegna kæru Lögregu og er það ríkissaksóknari sem sækir á grundvelli 233. greinar alm. hegningarlaga. Þar sem að þessir aðilar heyra að sjálfsögðu undir Dómsmálaráðherra, þá hlýtur það að teljast með ólíkindum að Sigríður skuli sjá sér fært að mæta til þessa viðtals sem stjórnað er af Pétri Gunnlaugssyni sjálfum og Arnþrúði Karlsdóttur.

Hér fer þessi hluti viðtalsins:

AK: Síðan er annað sem ég þarf náttúrulega að klaga í þig líka en það er þessi nýja ECRI skýrsla og það er mikið áhyggjuefni Sigríður Andersen. Sko það er af því þetta er skýrsla sem er með stoð í Evrópuráðinu og sem gefur þeim þetta platform til að starfa. Undir nafni mannréttinda. Og þar er t.d. koma nefndarmenn skilst mér og ferðast á milli landa og allt gott um það að segja. En starfshættirnir eru sko ekki alveg nógu góðir og maður spyr sig hvort að það brjóti jafnvel gegn mannréttindum. Hingað komu fyrir þá tveir aðilar á vegum nefndarinnar, töluðu við einhverja aðila hérna á Íslandi, búa til skýrslu sem að var verið að skila. Og þar tilgreina þeir ýmsa aðila þeir tilgreina alþingismann, einn frá Sjálfstæðisflokki Ásmund Friðriksson. Af því að hann hafði gert athugasemdir við það hvort að, út af þessum hryðjuverkum, hvort það væri ekki ástæða til að skoða bakgrunn manna sem hingað kæmu. Og þetta var svona eðlileg athugasemd hjá þingmanni að hafa vökul augu. Það er allt í einu komið inn í þessa skýrslu. Það er sömuleiðis komið inn í þessa skýrslu athugasemd borgarfulltrúa Framsóknarflokksins sem að setti spurningamerki við raunverulega leyfi til þess að byggja mosku hérna frítt fyrir múslima. Það er komið í skýrsluna. Það er komið inn í skýrsluna að tvær útvarps og sjónvarpsstöðvar stundi hatursáróður. Útvarp Saga og Omega. Og þarna hefur ekkert verið rætt við okkur hlut að eigandi, við fáum ekki upplýsingar um við hvern var talað. Samt er þessi brennimerking komin inn í skýrsluna. Undir merkjum hatursáróðurs. Sko geta menn verið teknir svona gjörsamlega án dóms og laga í landinu ?

SÁÁ: Nei enda held ég að réttaráhrif þessarar skýrslu séu nákvæmlega engin.

AK: Hún er stimplun.

SÁÁ: Já, já já einmitt.

AK: Mega nota í bak og fyrir eins og þeir vilja.

SÁÁ: Já, já já. Já já ja, ég veit ekki hverjir eru svo sem að fara að nota þetta en, en ég get alveg tekið undir með þér að, að að mér finnst ekki mikill bragur á því í svona skýrslu ef þetta væri frá hérna, þetta væri segjum bara þetta veri frá einhverri, einhverri stofnun hérna í stjórnsýslunni hérna á Íslandi

AK: Já

SÁÁ: Að þá held ég að þetta, þetta myndi nú ekki þykja gott og í rauninni bara gegn stjórnsýslulögum. Að birta svona án þess að menn hafi fengið kost á að andmæla til dæmis. Og að það sé eitthvað rennt frekari stoðir undir fullyrðingar þarna. Eh sem að þarna koma fram að einhverju leyti. Eh þannig að ég kýs nú bara að líta á þessa skýrslu sem svona, ja eins og hún segir hérna í formálanum sjálf. Hún hafi verið samin af einhverri Evrópunefnd, sko alfarið á eigin ábyrgð. Það er engin sko, það er engin, ekkert Evrópskt stjórnsýsluapparat sem ætlar einu sinni að taka ábyrgð á þessari skýrslu.

AK: Nei

SÁÁ: Eh eh og menn geta, það er verið að framleiða svona skýrslur úti um allan heim sko.

AK: Er þetta einhverskonar atvinnubótavinna hvernig á að líta á þetta af því að þarna er náttúrlega fólk sem er að fá laun fyrir að gera þetta. Og ferðast á milli landa og annað ?

SÁÁ: Já já ég ég þekki ekki nákvæmlega hvernig þetta, hvernig þetta er eh, til komið undir, væntanlega inni í Evrópuráðinu. Hvernig svona vinnur fara fram það eru enda jú það eru mjög mikið inni, t.d. inni í Evrópuráðinu eh mikið af einhverri svona sérstakri vinnu og sérstök mál og svona. Sem eru fjármögnuð örugglega með ýmsum hætti ég þekki það ekki. Þetta er auðvitað bara kannski eins og ríkisrekstur í hvaða löndum sem er, þetta hefur tilhneigingu til að vaxa sér mögulega yfir höfuð sko. Og kannski að einhverju leyti eftirlitslaust eða að minnsta kosti gagnrýnislaust. En ég svona fór, í svona grófum dráttum yfir þessa skýrslu og einhver svona tilmæli sem að hérna komu fram í þessari skýrslu gagnvart Íslandi og mér sýndist að mörgu leyti ekki vera gerðar miklar athugasemdir við framkvæmd þessarar skýrslu, við framkvæmd mála hér ehhhh svona að miklu leyti, en þessi nefnd er svo sem búin að óska, benda ríkjum á að, að hérna fullgilda þessa samninga sem menn hafa ekki verið að gera sko. Þeir hafa ekki endilega verið að fylgja tilmælum eða að taka undir tilmæli sem koma frá þessari nefnd. Af ýmsum ástæðum væntanlega. Þannig að ég væri svo sem ekkert að , að m ég myndi nú ekki missa svefn yfir,,,

AK: Nei, þú vilt meina að þetta sé svona bara skýrsla innan gæsalappa sem eigi kannski ekkert að vera að taka of mikið mark á innihaldinu ?

SÁÁ: Ja ég meina eins og ég segi, mér finnst ekki, mér finnst ekki mikill bragur á á þessari vinnu sko og af því varðar að hérna eru teknir einhverjur aðilar og og sérstaklega út úr og ég verð alveg að segja það eins og er. Mér finnst það ekki, ekki faglegt. Og þá kannski veltir maður fyrir sér restinni sko.

AK: Já því það er sagt líka jafnframt sko að ástæðan er sú að þeir eiga trúnarsamtöl við einhverja aðila. Og það eru náttúrulega líka trúnaðarsamtöl, hverjir eru þá, hverjir velja þá ?

SÁÁ: Það getur vel verið og kannski ekkert óeðlilegt við það eða svoleiðis en, en hérna, en í öllu falli verður að gera kröfu til þess að þeir sem einhvernvegin eru dregnir fyrir dóm ef að svo má að orði komast í texta sem þessum að þeir hafi gefist kostur á að kynna sér málið áður, veita andmæli gera athugasemdir við eh ályktannir sem eru dregnar sko. Eða einhverjar niðurstöður í svona skýrslu þannig að að eh þegar af þeirri ástæðu er þetta kannski verst fyrir skýrsluhöfunda sjálfa eða skýrsluna í heild af því að mögulega eru mjög góða ábendingar aðrar sko í skýrslunni maðu má ekki alveg kannski útiloka allt saman.

AK: Nei nei en maður svona tekur eftir því sérstaklega þar sem á reynir að menn fá einhvern áfellisdóm í þeim skilningi en hafa ekki fengið möguleika á að tjá sig eða andmæla eða neitt. Og bara skrýtið að eins og þetta það er sagt að Útvarp Saga stundi hatursáróður orðræðu. En við höfum aldrei verið dæmd. Útvarp Saga hefur aldrei verið kærð.

SÁÁ: Nei nei.

AK: Skilurðu þannig að að það er svo óhugnanlegt að eitthvað apparat sé til sem geti gert þetta eiginlega án dóms og laga segi ég.

SÁÁ: Já já, einmitt ef þetta er eitthvað einhver stofnun eða nefnd sem starfar í rauninni á endanum á ábyrgð og í umboði einhverra ríkja sem að eru að taka þátt í Evrópusamstarfinu á vettvangi Evrópuráðsins. Að þá getur þetta allt saman orkað tvímælis.

AK: Já já. En það er svo líka þetta var til umræðu í þinginu í síðustu viku, þá var einmitt formaður Íslandsdeildar Evrópuþingsins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún sagði það einmitt í púlti alþingis, það vakti athygli. Að þetta hafi verið ómakleg gagnrýni frá Útvarpi Sögu um þetta og útvarpsstöðvar nytu ekki mannréttinda. Er eitthvað til að enginn eða að einhverjir njóti ekki mannréttinda ? Erum við ekki öll jöfn ?

SÁÁ: Jú sko en kannski lögaðilar eða fyrirtæki njóta kannski ekki mannréttinda.

AK: Í þeim skilningi

SÁÁ: Ég ég meina í þeim skilningi hérna, ég meina það eru auvitað einstaklingar sem að njóta mannréttinda og þurfa að gera það og það auðvitað njóta allir mannréttinda.

AK: Já, þannig að það er fólkið á bak við útvarpsstöðna sem,,,

SÁÁ: Að sjálfsögðu, að sjálfsögðu það njóta nú allir mannréttinda það er,,,

AK: Já

SÁÁ: Grundvallarregla.

AK: Erum við á réttri leið Sigríður Andersen í þessum málum erum við á réttri leið við Íslendingar eða erum við að búa líka til óþarfa vandamál eins og þetta með einhverri haturslögreglu og elta fólk uppi fyrir skoðanir þess og annað. Erum við á réttri leið ?

SÁÁ: Sko ég held nú að við séum í öllum málum á réttri leið, eh almennt sko. Svo að sé vitnað hér í ágæta bók sem kom út og heitir “Heimur batnandi fer”. Það er bara svolítið þannig. Sem betur fer og mannréttindamálin af því þú ert að vísa til þeirra sérstaklega þá held ég já að við séum mikið á réttri leið almennt. Við þurfum ekkert að líta langt aftur tímann til þess að sjá það að það hefur verið brotið á mannréttindum minnihlutahópa eða þeirra sem að minna mátt sín. í þessu þjóðfélagi. Og vonandi erum við ekki jafn blind á ástandið í dag og fólk var á ástandið hérna fyrir 20 til 30 árum eða 40 árum þegar að mörg þeirra mála sem við erum að fjalla um núna með mjög gagnrýnum augum áttu sér stað. En ég held að við séum alveg á réttri leið en það getur líka átt við að menn séu síðan stundum að flækja málin. Menn tapi sér í miklum smáatriðum og missi þá bara hætti að sjá sko skóginn fyrir trjánum sko. Og við þurfum bara öll að hjálpast að að hérna það verði ekki þannig. En e en svona heilt yfir myndi ég segja við værum á réttri leið já.

Ráðherra ræðir breytingar á lögum á Útvarpi Sögu og segir ákærum á hendur starfsmönnum stöðvarinnar ætlað að úrskurða um hvort ákvæði sé dottið upp fyrir

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Dómsmálaráðherra um ECRI, “ekki faglegt. Og þá kannski veltir maður fyrir sér restinni sko”

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.