Kona deildi brandara af Sandkassanum á Facebook síðu sinni og fyrir það var hún kærð og krafin um fjórar milljónir króna í skaðabætur. Kærandinn var maður sem gefur sig út fyrir að styðja tjáningarfrelsi og bættan hag eldri borgara. Maður er nefndur Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður og hægri hönd Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra Sögu.

 

Útvarp Saga er skilgreind sem hatursáróðursstöð af ECRI (Evrópunefnd gegn Kynþáttafordómum og Umburðarleysi) en á útvarpsstöðinni á sér stað hatursorðræða daglega gegn minnihlutahópum samfélagsins. Þau sem ganga harðast fram í slíku háttarlagi eru þau Arnþrúður og Pétur. Vegna þeirra andstyggilega háttalags varð Pétur að skotspóni létt gríns hér á síðum sem hann kunni afar illa að meta.

 

Í stað þess að reyna að kæra Sandkassann þá ákvað hann þess í stað að kæra konu sem hann vissi að ætti eign sem hægt væri að ganga á. Hann þekkti nefnilega til konunnar, Þorbjargar Lindar Finnsdóttur, þar sem hún hafði á árum áður starfað á Útvarpi Sögu. Rétt er þó að taka það fram hér að Þorbjörg er á engan hátt ábyrg fyrir því skrímsli sem útvarpsstöðin er nú orðin.

 

Að sögn Þorbjargar er hún ekki rík, hún og maður hennar eiga aftur á móti hús sem þau byggðu fyrir um fjörutíu árum. Hefði Þorbjörg verið dæmd til greiðslu fjögurra milljóna króna hefðu þau hjónin væntanlega orðið að selja húsið til að borga Pétri. Með öðrum orðum, harðduglegt fólk hefði verið svipt ævistarfi sínu til þess að fóðra viðurstyggilega rasistastöð.

 

Útvarpi Sögu er sama um tjáningarfrelsi og hag eldri borgara. Það hefur verið margsannað og sannaðist enn betur í þessu máli. Það að Inga Sæland skuli halda fram sínum málflutningi á stöðinni sannar einnig að Flokkur Fólksins er ómerkilegur lýðskrumsflokkur sem er eingöngu gerður til þess að næra egó Ingu og níðast á minnihlutahópum. Inga lyfti aldrei litla fingri til að benda á óréttlætið sem Útvarp Saga reyndi að beita Þorbjörgu.

 

Dómstólar urðu sér til skammar með að líta við málinu til að byrja með en til allrar hamingju dæmdu þeir svo Pétri í óhag sem sat svo uppi með allan málskostnað. Vondi kallinn fékk á baukinn á endanum en ekki nóg því Lögmannafélagið hlýtur nú, ef það er sjálfu sér samkvæmt, að taka það til skoðunnar að svipta Pétur lögmannsréttindum sínum fyrir margvísleg brot á siðareglum lögmanna.

 

Hrottaskapurinn og eineltistilburðirnir sem Pétur sýndi af sér í þessu máli lýsa hans innri manni vel. Fjölmiðlar, að Sandkassanum undanskildum, hafa ekki viljað vekja mikla athygli á þessu máli einhverra hluta vegna. Hvað kann að valda því er erfitt að skilja en dómsniðurstaðan er áfall fyrir alla rasista landsins sem halda að þeir geti fengið fólk dæmt fyrir það eitt að gagnrýna þá eða gera grín af þeim. Dómsniðurstaðan sýndi svo um munar að gildisdómar eru ekki ólöglegir.

Dómsniðurlæging Péturs Gunnlaugssonar – Fyrirferðarlítil í Fjölmiðlum

| Gunnar Hjartarson |
About The Author
-