Donald Trump hefur ákveðið að umbylta utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Kúbu. Þetta kemur svo sem ekki á óvart enda sagði hann strax og hann hafði lýst yfir sigri í forsetakosningunum að hann ætlaði að leggja mikla áherslu á að Kúbanir borguðu sínar skuldir. Þetta þýddi að þær mjög svo umdeildu kröfur sem ýmsir aðilar í Bandaríkjunum telja sig eiga á hendur Kúbanska ríkinu yrðu nú rukkaðar af fullri hörku. Nú hefur Donald Trump lýst því yfir að Viðskiptabannið sem sett var á Kúbu en var fyrir nokkru síðan orðið óvirkt að stórum hluta, verði nú reist við og því framfylgt. Þetta er slæmt mál af mörgum ástæðum:

kröfurnar eru vafasamar, ímyndið ykkur ef Bandaríkjamenn hefðu verið hér á landi og hefðu eignast allar aflaheimildir, alla matvælaframleiðslu, öll leyfi til nýtingu náttúruauðlinda. Síðan hefði allur fiskur verið fluttur úr landi óunnin sem og landbúnaðarafurðir og þjóðin hefði verið að farast úr hungri. Hvað hefðum við hér á Íslandi gert ? Jú við hefðum án efa ákveðið að þjóðnýta stóran hluta þessara efnahagsþátta og við hefðum hent Bandaríkjamönnum út. Mynduð þið telja kröfur vegna þessa eignatjóns erlendra athafnamanna eiga rétt á sér ?

Við sem viljum ekki einu sinni samþykkja að innlendir útgerðarmenn eigi aflaheimildirnar á Íslenska landgrunnið. Þeir aftur á móti vilja trúa því að þeir eigi fiskinn í sjónum, svo er þó alls ekki. Þið sjáið kannski samlíkinguna í þessu.

Þannig að mikil áhöld eru um réttmæti þessara krafna Bandarískra stórfyrirtækja, þetta er svo sem vel þekkt og þarf ekki að fara mikið nánar yfir.

Slökun á stefnu Bandaríkjanna í innheimtu þessara meintu krafna varð til þess að viðskiptabannið var að verða óvirkt að stórum hluta. Stíft viðskiptabann mun aftur á móti ýta yfirvöldum á Kúbu aftur til einangrunar og lokunar landsins, aftur verður hafist handa við að svipta almenning ferðafrelsi. Samskipti Bandaríkjanna & Kúbu voru í tíð Obama orðin talsvert afslöppuð og í raun var því ekkert því til fyrirstöðu að gera mætti ráð fyrir lýðræðislegum kosningum á Kúbu í náinni framtíð. Stíft viðskiptabann mun seinka mögulegum lýðræðisumbótum á Kúbu og í raun koma í veg fyrir slíka þróun.

En Donald Trump er augsýnilega í vasanum á kröfuhöfum eins og raunar hann er í vasanum á fjármagnselítunni. Þessi stefna hjá honum er því í samræmi við allt annað. skattalækkanir á þá allra ríkustu, órar þessa manns um afturhvarf til fákeppnisástands og lokaðs markaðar, allt er þetta einhverskonar Soviet búskapur, heimska og spilling. Einangrun og útlendingaandúð.

Kúbanska þjóðin á við alveg nógu ramman reip að draga þótt ekki bætist við viðbjóðurinn sem kemur frá þessum manni. Tjáningarfrelsið er ekki virkt á Kúbu og sá sem tjáir sig neikvætt um stjórnarfarið í landinu úti á götu, verður handtekinn. Fjölmiðlar á Kúbu eru einungis auglýsingastofur yfirvalda og Castro á allt í landinu, allt frá hænsnum og beljum, yfir í bíla og íbúðir. Þú hefur ekki leyfi til að slátra þinni eigin belju því Castro á hana en ef þú gerir það þá liggur við því dauðadómur. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hvers lags níðingshátt Donald Trump er að sýna þessu fólki með því að setja ´tla sér að framfylgja iðskiptabanni, en hörmungar á Kúbu eru nægar nú þegar þótt ekki verði farið að innheimta af fullri hörku kröfur sem að sjálfsögðu eru ólögmætar til að byrja með.

Kúbanir einfaldlega eiga enga peninga upp í kröfurnar enda eiga þeir ekki fyrir mat.

En að sjálfsögðu er engin skortur á hrifningu höfundar leiðara Morgunblaðsins á Donald Trump, eða Björns Bjarnasonar og annarra Valhallarróna. Rétt eins og að engin skortur var á aðdáun hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins á Marine Le Pen í Frakklandi sem er af sömu tegund og Trump. Ljúgandi og bullandi lýðskrumarar rétt eins og allt of margir stjórnmálamenn á hægri kantinum hér á landi.

Það hlægilega við það er að Davíð Oddsson þætti aldrei gjaldgengur í partý hjá elítunni í Bandaríkjunum, þrátt fyrir hans hugmyndir og vina hans Óla Björns og Björns Bjarna að þeir séu eitthvert aristokrat. Í Bandaríkjunum þættu þeir of illa klæddir og skítugir og blankir til að fá að mæta í veislurnar, nema jú ef þeir geta flaggað Íslenskum diplomatapassa, eða MP skírteini. En hráir beint af skepnunni bara eins og þeir eru ? Neeeeee

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Donald Trump – ófhæfur og spilltur

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.