dataset-original

Spurningin sem eflaust leitar á marga þessa dagana er án efa hvort hægt verði að halda nýkjörnum forseta Bandaríkjanna í skefjum. Það vekur vissulega með manni vonir um að kerfið virki mögulega, að dómari í Bandaríkjunum skuli úrskurða tilskipun Bandaríkjaforseta um innflytjendur og flóttafólk ólögmæta.

Einnig ber að hafa í huga það aðhald sem kosningafyrirkomulag í báðum deildum þingsins skapar. Kosið er á 2 ára fresti um þriðjung þingmanna og með þessu tekur það 6 ár að skipta þinginu út. Kosningar á miðju kjörtímabili Donalds Trumps geta því auðveldlega orðið til þess að fella meirihluta Rebúblíkana í báðum deildum eftir 2 ár. Þetta skapar þinginu visst aðhald sem á að geta komið í veg fyrir að þingið hleypi helstu axarsköftum Donalds Trump í gegn.

En stefna Donalds Trump er hreint út sagt skelfileg í fleiri málum en innflytjenda og flóttamannamálum. Ber þá að nefna alvarlegustu vá samtímans sem eru loftslagsmálin, en hlýnun jarðar og hækkandi yfirborð sjávar mun á næstu árum skapa aukin flóttamannavanda sem verður ekki í líkingu við nokkuð sem heimurinn hefur áður séð. Donald Trump hefur nú skipað fyrir um að upplýsingar um loftslagsmál verði fjarlægð af vefsíðum opinberra stofnanna og boðað minnkaðar fjárveitingar til loftslagsverkefna.

Hegðun Donalds Trump í utanríkisstefnumálum er einnig með þeim hætti að mikil röskun mun eiga sér stað í samskiptum kjarnorkuveldanna, þetta endurvekur kjarnorkuógnina af þyrnirósarsvefni sínum og verða þessi mál þungbær komandi kynslóðum, loftslagsógnin og kjarnorkuógnin. Þetta eru þungar byrðar að leggja á börnin okkar.

Í þeim málum er fyrst og fremst eru ógnir við velferð Bandaríkjamanna sjálfra innanlands, eru tilskipannir og markmið forsetans óhugnanleg svo ekki sé meira sagt. Forsetinn mun nema úr gildi reglugerðir í umhverfisverndarmálum og heimila starfssemi sem hefur m.a. í för með sér mikla flúormengun, eyðileggingu náttúrunnar á stórum svæðum og aukna slysahættu.

Það er ekki ætlun mín að gera tæmandi úttekt á öllum þeim hryllingi sem forsetinn hefur nú þegar skipað fyrir um á einungis nokkrum dögum, en einangrunarstefna mannsins og óvild í garð annarra ríkja sem og óvild hans í garð ólíkra þjóðfélagshópa innan Bandaríkjanna sjálfra er eitthvað sem að mannskepnan þarf að hugleiða á næstu árum. Munu kjósendur halda áfram að kjósa yfir sig popúlista eins og Donald Trump ?

Uppgangur Nasista í Svíþjóð er með slíkum krafti að sú hætta er nú fyrir hendi að þeir náli meirihluta í þinginu eftir næstu kosningar. Þróun mála í Evrópu er ekki síður óhugnanleg en þessi vitstola Bandaríkjaforseti. Raunar má gera sér í hugarlund að Donald Trump hafi fylgst með þróun mála í Evrópu strax í byrjun kosningabaráttu sinnar og dregið af þeirri þróun vissar ályktannir. Nefnilega að hægt væri að komast til valda með lýðskrumi.

Hinn títt umtalaði “flóttamannavandi” er í raun samviskuvandi stjórnvalda í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Stjórnskipan ESB er með þeim hætti að sambandinu hefur hingað til reynst ómögulegt að leysa stór álitamál. eitt þessara álitamála hefur verið móttaka einstakra ríkja á flóttafólki og um slíkar reglur hefur ekki myndast samstaða. Niðurstaðan er stór fjöldi flóttafólks sem raunverulega er á vergangi í Evrópu ef því er þá ekki vísað frá á ytri landamærum Schengen svæðisins og mörg ríki taka við sárafáum flóttamönnum, þar á meðal Ísland.

Þegar að Donald Trump bendir á stöðu mála í Evrópu þá er hann í raun að benda á getuleysi Evrópuríkjanna til að leysa úr tiltölulega einföldu almannavarnamáli þar sem að einu viðbrögð þessara ríkja ættu að vera að setja saman viðbragðsteymi og bregðast fumlaust við með því að koma fólki sem flýr stríð og hörmungar, í hús. En hann sjálfur kýs að túlka stöðuna með þeim hætti að flóttafólk sé einungis til vandræða, rétt eins og Evrópubúar hafa gert. Meðan að hinn raunverulegi vandi er fólk eins og Donald Trump sjálfur, sem komist hefur til valda í okkar ástkæru Evrópu.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Donald Trump, verður hann stöðvaður ?

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.