mugabe-cabinet-0000

Engin fær lifað af fornri frægð og er Ólafur Ragnar þar ekki undantekning. Í raun má bæta hér við að það var ekki Ólafur Ragnar sem kom landsmönnum undan Icesave skuldbindingum, það voru þeir landsmenn sem tóku þessa umræðu óþreytandi dag eftir dag og ár eftir ár og matreiddu síðan undirskriftasöfnun fullbúna upp í hendurnar á forsetanum.

Icesave málið vannst hér á götunni en ekki í veislum eða fíneríi forseta Íslands.

Að þessu sögðu þá skulum við átta okkur á því hverjum ríkisskuldbindingar á greiðslum af nauðarsamningum vegna Icesave Bank hefðu komið niður á. Ólafi Ragnari verður tíðrætt um “þjóðina” í þessu efni. En skuldbindingin sem hefði skilað sér í lækkuðu lánshæfismati Íslands, hefði komið niður á öllum þeim sem hér greiða skatta og opinber gjöld, ekki þjóðinni heldur landsmönnum öllum.

Ólafur Ragnar hefur staðið frammi fyrir sinni vitjunarstund allt þetta kjörtímabil en svo virðist sem að hann sé nú haldin sama sjúkdómnum og Steingrímur J. sem að sá ljósið, einangraði sig og treysti engum og gerði misstök á mistök ofan. Ólafur Ragnar er útbrunninn, hann er stefnulaus maður sem þarf nú að víkja. Stefnuleysið lýsir sér í örvæntingarfullu múslimofóbísku vinsældapoti sem drifið er af hræðsluáróðri, skáldskap og ímyndunarveiki.

Þennan mann þurfum við nú frá, burt séð frá góðum verkum hans í þátíð. Síðan er komin tími til að endurskoða tilvist þessa embættis og hvort ástæða sé til að halda forsetakosningar ?

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Dramadrottningin Ólafur Ragnar

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.