Hér með skora ég á alþingi að setja frumvarp um ríkisborgararétt fyrir Mary Lucky og Haniye Maleki á dagskrá hið snarasta og klára málið án nokkurra einustu refja.

Ríkistjórnin hefur sagst ætla að endurskoða útlendingalögin og að breytingarnar muni innihalda heimild til að veita þeim ríkisborgarétt.

Um leið birtist sú þverstæða í framgöngu andstæðinga flóttafólks á þingi, að rök þeirra gegn því frumvarpi sem nú liggur fyrir lúta að fordæmi sem ekki megi setja. Það sér hver heilvita maður að ef þau þykjast ætla að opna fyrir þetta í nýjum útlendingalögum, þá skiptir fordæmið af þessu máli að sjálfsögðu engu máli.

Áskorun mín er þessi: Síðasta starfsdag þessa þings, ef ekki verðu búð að afgreiða þetta mál, þá ætla ég með rauða málningu niður að alþingishúsi sem ég mun sulla yfr húsið.

Ég hvet alla sem þola ekki að horfa upp á þessa grimmd og mannvonsku, til að koma með mér og hafa með sér allt tiltækt, málningu, súra mjólk, piss þess vegna, egg eru góð, hvað sem er. Gamalt úldið grænmeti eða iðnaðarúrgang.

Drullum yfir alþingi, sérstaklega allar dyr á húsinu svo að þigmenn þurfi að komast við illan leik út úr húsinu og fái smjörþefinn af því sem bíður þessara telpna. Fylgist með þegar nær dregur.

„Ég vil ekki deyja” – DV

Það eru ekki öll börn sem lifa í einfaldri og öruggri tilveru barnæskunnar. Því hafa þær Mary Lucky og Haniye Maleki fengið að kynnast frá fæðingu. Þrátt fyrir ólíkan uppruna og aldur, og þrátt fyrir að þekkjast ekki neitt þá hafa þær verið steyptar í sama mótið. Mary og Haniye eru hælisleitendur.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Drullum yfir alþingi fyrir Mary Lucky og Haniye Maleki

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.