V2-131219688Það er þunn lesning á DV í höndum nýs ritstjóra Eggerts Skúlasonar. Við því var svo sem að búast. Leiðari ritstjórans fjallar mest um fyrirhugaða ritstýringu á athugasemdakerfi DV. Það kerfi er svo sem hið sama og er notað annars staðar á Vefpressunni og veit ég ekki hvað er að athuga við athugasemdir á DV eitthvað sérstaklega. Nýir eigendur ákveða hvernig þeir vilja haga sínu athugasemdakerfi og kemur mér það svo sem ekkert við.

Gluggaskreyting DV Einar Kárason, skrifar stórfurðulega grein í blaðið þar sem hann reynir annars vegar að sannfæra sjálfan sig um að hann sé ekki Framsóknarmaður, hins vegar reynir hann að sannfæra lesendur um að Framsóknarflokkurinn standi ekki að baki blaðinu í dag. Tekur hann sem dæmi ásakannir Vilmundar Gylfasonar í ræðustól alþingis í garð Ólafs Jóhannessonar meðan á Guðmundar og Geirfinnsmálinu stóð.

En ef að Einar Kárason sér einhverja hliðstæðu milli DV málsins og flokkstengsla núverandi eigenda DV sem eru staðfest og á allra vitorði, og hins vegar sjúklegum dylgjum Vilmundar í garð Óla Jó á sínum tíma, þá er ég hræddur um að Einar Kárason ætti kannski að halda sig frekar við skáldsagnagerð sína og fortíðardrama en láta líðandi stund fram hjá sér fara eins og hann hefur augsýnilega gert í nokkurn tíma.

Almenningur hefur einfaldlega aðgang að upplýsingum í rauntíma í dag og þótt nokkur tími hafi kannski farið í að vinda ofan af algölnum samsæriskenningum Vilmundar Gylfasonar á sínum tíma, þá á slíkt alls ekki við í dag. Eignarhald DV liggur fyrir og tengslin við Framsóknarflokkinn eru afar skýr. Það eina sem en er óskýrt er hverjir séu bakhjarlar Binga og er Jón Ásgeir Jóhannesson nefndur sem líklegur aðili. Við bíðum öll eftir frekari upplýsingum um það mál með önd í hálsi. Ég er á því að bæði Einar Kárason og Guðbergur Bergsson hafa látið glepjast til pistlaskrifa, á illa lyktandi hræinu, af okkar öflugasta rannsóknarfréttamiðli DV. Eðlilega fer fyrsta grein Einars Kárasonar í blaðinu í það að reyna að sanna hið gagnstæða fyrir sjálfum sér og öðrum.

6a010536c89eb7970c01630574320d970d-580wiÉg er einnig á því að DV sé afar illa mannað, það býr hvorki yfir blaðamönnum né ritstjórn sem getur á nokkurn hátt haldið úti neinni rannsóknarblaðamennsku, annars vegar vegna eigendastefnu og hins vegar fyrir skort á hæfum blaðamönnum og ritstjóra. Ingi Freyr Vilhjálmsson, sá öflugi rannsóknarblaðamaður er jú en innan dyra hjá blaðinu, en hann einn og sér með ónýta ritstjórn yfir sér og flokksgæðinga af Morgunblaðinu við hlið sér, verður ekki til stórræðanna.

Nú svo er komin nokkura blaðsíðna “Kynlífspressa” í blaðið. Konur að velta fyrir sér öllu kynlífinu sem þær munu aldrei prófa, BDSM og fleiru frekar klisjukenndu bulli. Sem sagt DV er nú komið í samkeppni við Séð&Heyrt og Vikuna.

Farewell DV

 

 

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

DV blanda af Vikunni / Séð og Heyrt

| Samantekt |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.