Athugasemdir DV

(einnig sent á Kolbrúnu Bergþórsdóttur ritstjóra DV)

Í skýrslu Eggerts Skúlasonar (annar af tveimur núverandi ritstjórum DV) og Eyglóar Jónsdóttur sem dagsett er 28. Október 2014 og unnin var fyrir Útgáfufélag DV, kemur fram eftirfarandi:

“Hins vegar er athugasemdakerfi dv.is gegnum Facebook. Þar er fámennur hópur „virkra í athugasemdum“ sem mörgum ofbýður orðbragð. Fjölmargt sem þar birtist brýtur gegn meiðyrðalöggjöfinni. Lagt er til að virkari ritstýring verði tekin upp á svæðinu. Þeim verði meinaður aðgangur sem gæta ekki að orðbragði og eðlilegum mannasiðum. Farið verði að dæmi erlendra fjölmiðla og t.d. lokað á athugasemdakerfi á nóttinni, þegar ekkert eftirlit blaðamanna er með kerfinu. DV á að beita sér fyrir skemmtilegu athugasemdakerfi með gagnrýnni umræðu og frjórri rökræðu, en skítkast og dónaskapur eyðileggur fyrir góðum fréttum og setur vefinn niður. Þetta er hluti af ímyndarvanda blaðsins eins og glögglega mátti sjá í Áramótaskaupinu síðustu ár.”

En ekki verður sagt að Eggert Skúlason hafi viljað beita þessu úrræði þegar til kastana kom. Mögulega þótti honum þetta atriði fara vel í skýrslu, eða mögulega átti athugasemdin fyrst og fremst við um einstök mál er væru eigendum blaðsins ekki að skapi. Í öllu falli þá eru ummæli á við þessi sem fara hér á eftir, daglegt brauð á DV. Vaktina standa þau Kolbrún Bergþórsdóttir og Eggert Skúlason. Eftirfarandi ummæli blöstu við undirrituðum en þau eru dropi úr hafi:

DV-comments 2

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

DV – Hatursorðræða í athugasemdum

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.