Það kom að því að ráðahagurinn var gerður opinber. Um leið og fundinum lauk þar sem yfirtakan á DV fór fram í September síðastliðnum, þá birtust einhverjar óþarfar og innihaldslausar fréttir um Vigdísi Hauksdóttur með flennistórri mynd af konunni á DV, svona rétt eins og að Vigdís væri bíðandi eftir uppgjörinu á fundinum. Eyjan hefur allar götur með vali sínu á viðfangsefnum og vinklum, stutt við bakið á öflum andsnúnum ritstjórnarstefnu DV. Þetta háttalag Björns Inga Hrafnssonar hefur verið öllum ljóst sem eru eldri en tvævetra.

296563APressan ehf, móðurfélag Vefpressunnar og vefmiðlanna Pressunnar, Eyjunnar og Bleikt, hefur náð samkomulagi við eigendur meirihluta hlutafjár í útgáfufélaginu DV ehf um kaup á ráðandi hlut í félaginu.

Með kaupunum er Pressan ehf orðin eigandi ríflega tveggja þriðju hlutafjár í DV ehf og hafa viðskiptin verið tilkynnt lögum samkvæmt til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Kemur samruninn ekki til framkvæmda fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaupin fyrir sitt leyti.

Það má með sanni segja að líkvöku blaðsins sé lokið, Samkeppniseftirlitið mun gefa út dánarvottorð en jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey. Metnaðarfullir blaðamenn hljóta að horfa með flóttaaugum til útidyranna á skrifstofu DV enda gera þeir greinarmun á fjölmiðli eða flokksgagni.

Vandamálið er að flokksgagn er lítið annað en ígildi heimasíðu stjórnmálaflokks, öllu er tekið með fyrirvara sem þar er sett fram. Þetta er ekki fyrirkomulag sem gengur vel upp í bland við fréttamennsku þá sem DV hefur skapað sér orðspor fyrir, sérstaklega á undanförnum 2 árum.

DV orðið flokksgagn Framsóknar

| Samantekt |
About The Author
- Ritstjórn