Stundin, Jón Trausti Reynisson sem og aðrir blaðamenn Stundarinnar eru kyndilberar rannsóknarblaðamennsku hér á landi. Að sjálfsögðu fylgir þessu hlutverki fjöldinn allur af reiðum og hatursfullum viðfangsefnum, fólki sem telur á sér brotið fyrir það eitt að greint sé frá athæfi þeirra á prenti.

Svo orti Þorsteinn Eggertsson: “Ég sagði víst flest það en þegar þú lest það þá virkar það alveg fatalt”

Einnig eru gömul sannindi í tengslum við siðblindu:”if you are going to hide it, do it in front of everybody”

Það sem ritað er um í grein Jóns Trausta Reynissonar “Tengsl manndrápsmanna við útlendingahatur og ógnanir” er ekki byggt á skvaldri eða sögusögnum, heldur þvert á móti þá er blaðamaðurinn með skjáskot og sannanir fyrir öllu því sem hann setur fram. Þetta er munurinn á rannsóknarblaðamennsku Stundarinnar & pólitískum áróðri sem rekin er á ýmsum öðrum miðlum.

Um leið og gera má ráð fyrir að þeir sem telja á sig hallað í frásögn blaðamannsins grípi til einhverra varna, þá ber að hafa í huga að umfjöllunin er akkeruð í gögnum sem blaðamaðurinn hefur í fórum sínum. Allt tal um lögsóknir á hendur honum ætti því að skoðast í því ljósi.

En vandinn er ekki blaðamaðurinn eða blaðið, vandinn er sá er um er fjallað. Fólk sem hegðar sér með andfélagslegum hætti og veldur samfélaginu skaða. Síðan þegar um þetta háttalag er fjallað þá er blaðið gert að rógbera og málsókn hótað. Við þekkjum þetta háttalag og við sem samfélag þurfum að temja okkur að krefja það fólk um skýringar sem afrekar að verða umræðuefni fjölmiðla vegna helstefnu sinnar í garð útlendinga og annarra þjóðfélagshópa.

Ráðamenn landsins þurfa einnig að byrja að skoða atferli sitt af mikilli alvöru. Sá Trumpismi sem ýmsir þingmenn og ráðherrar hafa innleitt með undirróðurstali í garð fjölmiðla, er gríðarlega alvarlegt mál. Það að gagnrýna fjölmiðla er eitt, en þegar forstætisráðherra sem dæmi segir fjölmiðla ítrekað ljúga upp á sig og flesta aðra, þá er vandi á ferðum. Með þessu sýnir hann fordæmi sem er hættulegt óstöðugum einstaklingum. Með því að ráðamaður færi sér í nyt óstöðuga einstaklinga, þá kemur  viðkomandi ráðamaður af stað vissri samfélagsógn.

Þetta eru ráðamenn ágætlega upplýstir um í vel flestum lýðræðisríkjum, að tali ráðamanna og yfirlýsingum fylgi ábyrgð. Íslenskir ráðamenn kunna ekki eða hafa ekki þurft að temja sér eðlilegt háttalag í þessum efnum og er það miður. Í raun má túlka þessa stöðu sem vissan lýðræðishalla hér á landi.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ef þú vilt fela eitthvað, feldu það þá fyrir framan alla.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.